Skírnir - 01.01.1961, Page 179
Skírnir
Lok einveldisins i Danmörku
177
kammerið eða sams konar skrifstofur, því að nafnabreyting-
ar og önnur umskipti voru nokkuð tíð í skrifstofum einveld-
isins, meðan það var við lýði.
Hér verður ekki rakin saga einveldisstjórnarkerfisins í Dan-
mörku, heldur farið fljótt yfir sögu fram á 19. öld. Eins og
áður er sagt, voru Frakkar höfundar að kollegial-stjómarkerf-
inu, og þeir urðu einnig banamenn þess. Napóleon var höf-
undur að þeirri nýbreytni, að einn ráðherra skyldi bera ábyrgð
á stjórnarstörfunum og hafa úrskurðarvaldið í sínum hönd-
um í stað þess, sem áður var, að nefnd manna væri falið að
ganga endanlega frá málunum. 1 þessu lá aðalstyrkur kolle-
gialkerfisins, en jafnframt sá galli, að afgreiðsla málanna
þótti dragast um of á langinn.
Hin nýja stjórnskipun sigldi í kjölfar sigurvinninga Napó-
leons í Þýzkalandi og víðar í Evrópu. Til Norðurlanda kom
hið nýja stjórnskipulag (Ministerialsystemet) árið 1814, þegar
Noregur var skilinn frá Danaveldi og gerðist sjálfstætt ríki
með Kristján krónprins Dana, siðar KristjánVIII, sem konung.
Stjórnarskrá hins nýja ríkis var mjög frjálsleg. Yfir henni
sveif andi stjórnarbyltingarinnar miklu 1789, og fyrirmynd-
irnar voru þær stjórnarskrár, sem veittu hvað mest frelsi, allt
frá stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1776 til hinnar spönsku
frá 1812.
Eftir Vinarfundinn herti einveldið á ófrelsinu. Samt sem
áður lifði frelsisandinn undir felhellunni. I apríl 1817 skrif-
aði ungur Dani, A. F. Tscherning, sem var með dönskum her-
námssveitum í Frakklandi, föður sínum frá París, að konung-
urinn ætti að gefa Danmörku frjálsa stjómarskrá og bætir
síðan við: „Jeg skulle være rede til at do for at frelse min
konges liv, men aldrig ville jeg drage min kárde for at for-
svare den afbsolute kongemagt, som jeg hader ligesámeget,
som jeg elsker kongens person“. Það var sem sagt farið að
votta fyrir óánægju með einveldið hjá einstöku mönnum í
Danmörku. Um 1820 hóf J. J. Dampe áróður fyrir nýrri og
frjálsri stjórnarskrá, jafnvel þótt hún fengist ekki nema með
vopnavaldi, en áróður hans hlaut ekki fylgi, og Dampe upp-
skar ekki annað en 20 ára fangelsisvist að launum.
12