Skírnir - 01.01.1961, Page 180
178
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
Júlíbyltingin ýtti dálitið við danska einveldinu, því að land-
fógetinn á eynni Sild, Uwe Jens Lomsen, bar fram kröfu um
frjálsa stjórnarskrá fyrir Slésvík og Holtsetaland, þannig, að
einungis konungurinn og utanríkismál skyldu vera sameigin-
leg, en hertogadæmin að öðru leyti óháð Danmörku. Lornsen
átti sér fáa fylgjendur, og þetta vakti takmarkaða athygli,
enda hlaut hann fangelsisvist að launum, en þetta minnti
Friðrik VI á, að hann hafði lengi færzt undan að veita her-
togadæmunum ráðgefandi þing, sem þau áttu kröfu til sam-
kvæmt lögum þýzka ríkjasambandsins. Þessir atburðir urðu
til þess, að konungur ákvað að stofna 4 ráðgefandi þing í
landinu, þar sem hann taldi rétt að láta eitt ganga yfir þegna
sína, hvort heldur þeir voru í Danmörku eða hertogadæm-
unum.
Þessi þing voru sniðin eftir prússneskri fyrirmynd. Kosn-
ingarétturinn var bundinn við verulega eign, enda áttu kosn-
ingalögin að tryggja völd prússneskra jarðeigenda. Friðrik VI
Danakonungur sté þetta spor til þess að koma í veg fyrir frek-
ari víxlspor í átt til þingræðis, þó að reynslan sannaði hið
gagnstæða. Menn urðu fljótt óánægðir með hin háu eignar-
skilyrði, og andans menn þóttust vera afskiptir, því að við
fyrstu kosningarnar í Kaupmannahöfn var aðeins einn úr
hópi prófessora og kennimanna kjörgengur, en 75 brennivíns-
bruggarar uppfylltu hin settu skilyrði með sóma. Af þessu
leiddi, að meiri áhugi á þjóðmálum og stjórnskipunarmálum
ruddi sér til rúms, og fyrr en varði, höfðu hinir frjálslyndu
(liberale) eignazt sitt eigið málgagn. Það var blaðið „Fædre-
landet“. Það varð brátt óvinsælt hjá stjórninni, einkum fór
það í taugarnar á forstöðumanni danska kansellísins, P. C.
Stemann. Ritfrelsið var mjög takmarkað, og sektimar skullu
eins og skæðadrífa á blaðinu og ritstjórum þess, þegar fram í
sótti. Raunar mátti segja, að allt væri með nokkuð kyrrum
kjömm, meðan Friðrik VI fór með völd, en eftir andlát hans
tóku boðar hins nýja tíma að skella þéttar á brimbrjótum ein-
veldisins í Danmörku.
Brautryðjendur þingræðisins í Danmörku bundu miklar
vonir við Kristján konung VIII, því að þeir væntu þess, að