Skírnir - 01.01.1961, Page 182
180
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
4) Finansdeputationen.
5) Direktionen for Statsgælden og den synkende Fond.
6) Rentekammeret.
7) Generaltoldkammer- og Kommercekollegiet.
8) Den alm. Pensionskassedirektion.
9) Departementet for de udenlandske Affærer.
10) General-Kommissariats-Kollegiet.
11) Admiralitets- og Kommissariatskollegiet.
Miðað við stjórnskipun okkar í dag var verkaskipunin þann-
ig í höfuðatriðum, að 3 hin fyrstnefndu fóru með sömu mál
og dóms- og menntamálaráðuneyti fara með í dag. 4—8 sáu
um fjármál og viðskiptamál og 3 hin síðustu um utanríkis-
mál og hermál.
Það voru fyrst og fremst skrifstofurnar, sem önnuðust fjár-
málin, sem þörfnuðust endurbóta. Starfsfólki var fækkað og
reynt að gera afgreiðslu málanna einfaldari og jafnframt
leitazt við að skapa meiri yfirsýn yfir störfin í heild. I árs-
lok 1840 birtist „Kundgörelsen af 30. Decbr. 1840 ang. en for-
andret Organisation af den overste Finansforvaltning“. Hið
ytra var ekki um neina breytingu að ræða. Þær skrifstofur,
sem fóru með fjármálin, voru hinar sömu, en störfum þeirra
hetur hagað en áður. Þar sem rentukammerið kemur hér
einkum við sögu, er rétt að gera sér grein fyrir skipulagi þess
eftir breytinguna. Því var skipt í 3 deildir, tvær þeirra fjöll-
uðu um mál danska konungsrikisins, en ein um mál hertoga-
dæmanna. Æðsti maður hverrar deildar var kallaður „depút-
eraður“, en æðsti maður rentukammersins var kallaður
„Rentekammer Direktor“, en hann og hinir 3 „depúteruðu“
mynduðu svo „kollegíið" eða nefndina, sem lagði málin end-
anlega fyrir konung, en jafnframt var tekin upp sú nýbreytni,
að æðsti maður hverrar deildar (depúteraður) gat lagt mál
fyrir konung og ríkisráð hans, án þess að það væri lagt fyrir
„kollegíið“. Þau mál, sem þannig voru afgreidd, voru yfirleitt
almenns eðlis, en öll hin meiri og mikilvægari voru hins veg-
ar lögð fyrir „kollegíið“. Á endurskoðuninni (Revisionen)
voru gerðar þær umbætur, að hún var skilin frá afgreiðslunni
(Ekspeditionen).