Skírnir - 01.01.1961, Síða 183
Skírnir
Lok einveldisins i Danmörku
181
Árið 1781 voru þau mál, sem vörðuðu Island, Grænland og
Færeyjar, lögð undir rentukammerið með opnu bréfi dagsettu
1. maí. Áður en breytingar þær, sem á undan er getið, gengu
í gildi, hét skrifstofan, sem fór með mál Islands, „Islandske
og bornholmske Contoir“, en með nýskipaninni, sem varð á
árinu 1841, voru mál íslands afgreidd á skrifstofu, sem bar
nafnið „Ekspeditions- og Revisions-Contoir for islandske, færo-
eske og gronlandske Sager“. Þessi skrifstofa var í annarri
deild rentukammersins (2den Section), en þar var Chr. Lund
depúteraður. I „Kongelig Dansk Hof- og Stats-Calender for
Aaret 1842“ segir um starfssvið þessarar skrifstofu: „Ekspedi-
tion og Revision af alle islandske, færoeske og gronlandske
Sager, undtagen forsaavidt de som Handelssager ere henlagte
under den, dog under Rentekammerets Overtilsyn staaende,
kongelige Direction for den gronlandske og færaeske Handel“.
I skrifstofunni var þetta starfsfólk: Skrifstofustjóri Lauritz
Svendsen með 1400 dala launum, Hans Peter Koefod fulltrúi
með 600 dala launum og tveir sjálfboðaliðar með 200 dala
laun hvor, þannig að laun starfsmannanna voru alls 2400
dalir. (Rk. Relat. & Resol. Prot. 1841. Sjá J.S. 117, 4to). Með
þessu skipulagi var skrifstofan, þangað til íslenzka stjórnar-
deildin var sett á stofn í árslok 1848.
Kristján VIII hafði einnig í hyggju að endurbæta skipulag
kansellíanna, en þar voru viðfangsefnin erfiðari viðfangs.
Þýzka kansellíið fór með mál hertogadæmanna, svo að mál
hertogadæmanna og Danmerkur voru aðskilin. Konungur og
leiðandi ráðgjafar hans í Þýzka kansellíinu vildu breyta þann-
ig til að stofnsetja dóms-, innanríkis- og menntamálaráðu-
neyti, en það hefði haft í för með sér, að mál hertogadæm-
anna og konungsríkisins hefðu verið afgreidd saman, því að
ekki þótti tækilegt að setja tvö sams konar ráðuneyti á lagg-
imar fyrir hertogadæmin og Danmörku, enda voru æðstu
menn danska kansellísins lítið hlynntir þessum breytingum.
Þar við bættist, að því lengra sem leið á konungdóm Kristjáns
VIII, því meiri viðsjár urðu í sambúð Danmerkur við her-
togadæmin, svo að konungur taldi þann kostinn vænlegastan
að láta allt kyrrt liggja um sinn.