Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 184
182
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
Kristján VIII andaðist 20. jan. 1848. Siðasta árið hafði hann
verið kominn á þá skoðun, að hann yrði að verða við óskum
manna um nýja stjómarskrá, þar sem hertogadæmin og Dan-
mörk yrðu tengd fastari höndum, en konungur andaðist, áður
en hann gat framkvæmt áform sitt. Óánægjan yfir einveld-
inu fór vaxandi, og sambúðin við hertogadæmin fór versn-
andi. Hins nýja konungs biðu mörg og flókin vandamál, sem
erfitt var að leysa. Friðrik VII var að engu leyti jafnoki föður
síns, enda þótt hann hefði marga góða kosti til að bera. Hann
lét þegar halda áfram undirbúningi þeim að nýrri stjórnar-
skrá, sem faðir hans andaðist frá, og 28. jan. vom megin-
atriðin birt, en þau féllu í grýttan jarðveg bæði í hertoga-
dæmunum og meðal frjálslyndra Dana, og þetta fmmvarp
átti sér skamma ævi, því að áður en það kæmi til alvarlegrar
umræðu, urðu þeir atburðir i sambúð hertogadæmanna og
Danmerkur, að gmndvöllurinn eyðilagðist, sem það var reist á.
Febrúarbyltingin fór eins og logi yfir akur um meginland
Evrópu. 1 hertogadæmunum varð allt í uppnámi. Þau hristu
hlekkina, sem bundu þau við Danmörku, og heimtuðu, að
Slésvik yrði tekin í Þýzka ríkjasambandið. Danir svömðu í
sömu mynt, og fyrr en varði var Slésvíkurstyrjöldin skollin á.
Friðrik VII þótti vandinn ærinn tvo fyrstu mánuði kon-
ungdóms síns. Hann sá, að stefnubreyting var nauðsynleg,
og þegar augljóst var, að stóratburðir vom í aðsigi, sögðu
hinir gömlu ráðherrar af sér, og konungur afsalaði sér ein-
veldinu. Þessir atburðir gerðust dagana 21.—24. marz. Nýtt
ráðuneyti var myndað 24. marz, og þegar konungur tilkynnti
myndun þess, lýsti hann því yfir jafnframt, að hann væri
ekki lengur einvaldur. Hin nýja ríkisstjórn var af tvennum
toga spunnin. Sumir ráðherranna vom hægri menn, sem höfðu
átt sæti í síðustu einveldisstjórninni eins og forsætisráðherr-
ann, A. W. Moltke, en á hinn bóginn vom nýir menn úr
röðum Þjóðfrelsismanna (Nationalliberale) eins og Orla Leh-
mann og D. G. Monrad, sem var menntamálaráðherra, og
A. F. Tscherning, sem var hermálaráðherra. Sama daginn og
marzráðuneytið, „Martsministrium“, var sett á laggimar, gaf
konungur formlega skipun um að endurskipuleggja kollegíin.