Skírnir - 01.01.1961, Side 199
Skírnir
Athuganir á landsprófi miðskóla
197
Meðaltölur þessar eru örugglega réttar, allt var lesið saman
og tvireiknað. Viljum við benda á, að hér er um algera frum-
vinnu að ræða, sem í rauninni ætti að vinna á hverju vori
að prófi loknu. Meðaltölur eru ekki aðeins reiknaðar fyrir
námsgrein í hverjum árgangi fyrir landið í heild, heldur einn-
ig fyrir hvern skóla í Reykjavík, og síðan Reykjavík í heild,
Flensborgarskóla, landsbyggðina utan Reykjavíkur og loks þá,
sem tóku próf utanskóla. Skal nú nánar vikið að þessum töl-
um og öðrum atriðum í sambandi við þær.
II.
Engin tök eru að birta í heild töflu þá, sem að framan
getur um meðaltölur. Þó má úr henni lesa ýmsar athyglis-
verðar upplýsingar um meðaltölur hinna ýmsu námsgreina,
sveiflur þeirra frá ári til árs o. s. frv. Meðaltölur einar sér
gefa dágóða vísbendingu um áreiðanleik (reliability), þyngd
og samkvæmni landsprófsins sjálfs frá ári til árs í einstökum
greinum og mismun þeirra innbyrðis í hverjum árgangi.
Þar eð ekki er unnt að birta hér töfluna í heild, höfum við
valið úr nokkur atriði og gert yfir línurit. Á línuriti nr. 1
eru sýndar meðaltölur í ensku, dönsku og íslenzku á öllu land-
inu frá árinu 1946 til 1955. Af þessu línuriti sést, að meðaltala
í ensku er öll árin talsvert hærri en í dönsku. Enn fremur, að
meðaltölur í báðum greinum eru tiltölulega stöðugar frá ári
til árs, einkum er samkvæmni og stöðugleiki meðaltalna í
dönsku áberandi. Munurinn milli meðaltalna greinanna er
þó minni síðustu árin.
Erfitt er að segja um, hvernig stendur á þessum nokkuð
jafna mismun milli tungumálanna. Nokkrar ástæður má nefna
án þess að leggja dóm á, hvern þátt hver um sig á í heildar-
niðurstöðum. I fyrsta lagi kann áhugi nemenda að vera meiri
á ensku en dönsku, kennarar kunna að vera mishæfir í grein-
unum, landsprófsverkefnin kerfisbundið þyngri í dönsku, og
loks gæti námsefni verið mismikið og misþungt.
Línurit nr. 2 sýnir meðaltölur í stærðfræði og eðlisfræði á
landsprófi á öllu landinu frá 1946—’55. Athyglisvert er, hve
meðaltölur í þessum greinum fylgjast að í sveiflum frá ári