Skírnir - 01.01.1961, Síða 200
198 Tónas Pálsson og Hjálmar Ölafsson Skírnir
til árs, og einnig, að meðaltölin eru nokkuð jöfn. Gæti þetta
bent til, að gott samræmi se í þyngd prófverkefna frá ári til
árs og að aðalorsök til mishárra meðaleinkunna milli ára liggi
í mismun hjá nemendum sjálfum.
Línurit nr. 3 sýnir samanburð á meðaltölum þriggja les-
greina, sögu, landafræði og náttúrufræði. Það vekur fyrst at-
hygli, hve meðaltölur í náttúrufræði og landafræði eru lágar
fram til 1950. Annars má geta þess hér, að landsprófsverkefni
hljóta að hafa verið í mótun fyrstu árin og því eðlilegt, að
miklar sveiflur komi fram, enda er það svo. Þá sést, að meðal-
tölur í sögu eru öll árin allmiklu hærri en í hinum grein-
unum og fara heldur hækkandi. Þótt sveiflur til hækkunar
og lækkunar fylgist nokkuð að, virðist þó gæta meira mis-
ræmis en milli málaeinkunna og stærðfræði og eðlisfræði.
Stöðugleiki þeirra er minni, og verður vikið að þessu atriði
síðar í öðru samhengi.
III.
Nú skal gerð grein fyrir fylgnireikningum þeim, sem gerð-
ir hafa verið. Markmið þeirra var að afla nokkurrar vitneskju
um forsagnargildi landsprófseinkunna. Skal fyrst vikið að
hugtökum.
Með forsagnargildi prófs er átt við hvorttveggja, hversu ná-
kvæmlega prófið mælir eða segir til um það, sem því er ætlað
að mæla, sem og hitt, hversu áreiðanleg mælingin er, þ. e.
hversu varanlegt gildi hún hefir. Ef þessi skilgreining, sem
að vísu er ekki tæmandi, er heimfærð upp á landspróf, er
forsagnargildi þess fyrst og fremst fólgið í því, hversu það
segir til um síðari námsárangur landsprófsnema við skóla-
nám. Því hefir athugun okkar beinzt að könnun á fylgni lands-
prófseinkunna við einkunnir í 3. bekk menntaskóla og við
stúdentspróf, en þessi tvö próf eru mikilvægustu áfangar á
námsbraut langskólamanna, þar til háskólapróf taka við.
Til að kanna þetta má reikna út svonefnda fylgnitölu
(coefficient of correlation). Með fylgni er átt við samsvörun,
eins og hún kemur fram t. d. í einkunnum sömu einstaklinga
á tveim eða fleiri prófum. Fylgnitala getur verið frá +1.00