Skírnir - 01.01.1961, Side 203
Skírnir
Athuganir á landsprófi miðskóla
201
Á töflu nr. 1 er að finna fylgnitölur þær, sem reiknaðar
hafa verið. Taflan skýrir sig að mestu sjálf. Alls eru á töfl-
unni 50 fylgnitölur úr 3 árgöngum. Einkunnir eru allar úr
Menntaskólanum í Reykjavík. Reiknaðar voru saman ein-
kunnir á landsprófi, 3. bekkjar prófi í Menntaskólanum í
Reykjavík og við stúdentspróf. Við völdum til útreiknings
einkunnir í íslenzku, stærðfræði, ensku og sögu, auk aðal-
einkunna.
Um niðurstöður sjálfra fylgnireikninganna er ekki ýkja-
mikið að segja. Fyrir fram mátti ganga að því vísu, að um
verulega fylgni landsprófseinkunna við siðari námsárangur
hlyti að vera að ræða. Svo hefir líka reynzt í flestum útreikn-
ingshópunum, en sveiflur eru þó miklar milli einstakra náms-
greina, milli sömu námsgreina frá ári til árs og milli pilta
og stúlkna. Virðist tvísýnt að lesa út úr fylgnitölunum nokkra
ákveðna ályktun um öruggara forsagnargildi einnar náms-
greinar fram yfir aðra. Það, sem kemur greinilega og að því
er virðist örugglega fram, er það, að aðaleinkunn á lands-
prófi sýnir allháa og nokkum veginn jafna fylgni við aðal-
einkunn á 3. bekkjar prófi og stúdentsprófi við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Fylgnitölur stúlkna virðast og í heild sveiflu-
minni og jafnari en pilta. Yfirleitt verður að fara varlega í
að draga of ákveðnar ályktanir af fylgnitölunum. Játa verð-
ur í fyrsta lagi, að útreikningshóparnir eru hver um sig frem-
ur litlir, og rýrir það staðtölulegt gildi þeirra. í öðru lagi er
hér um að ræða úrtak landsprófsmanna, sem sótt hafa einn
skóla, Menntaskólann í Reykjavík. Stúdentspróf verður að
sjálfsögðu alltaf erfitt til samanburðar, þar eð svo mjög fækk-
ar nemendum, úr fellur sá hlutinn, sem sennilega er lakastur,
en þó koma fleiri ástæður til greina. Þrátt fyrir þessar tak-
márkanir eru niðurstöður fylgnireikninganua ekki án veru-
legs gildis að okkar dómi. Þeh* sýna, að aðaleinkunn við lands-
próf er sæmilega öruggur mælikvarði á heildarnámsárangur
nemenda í menntaskóla. Sú vitneskja er í rauninni mikilvæg.
Hitt atriðið, sem fram kemur, en þó á ótryggari hátt, er, að
miklar sveiflur eru á fylgni einstakra námsgreina og að hún
er stundum mjög lág eða engin. 1 prófinu sem heild virðast