Skírnir - 01.01.1961, Síða 204
202
Jónas Pálsson og Hjálmar Ólafsson
Skímir
þessar sveiflur með einhverjum hætti vega hver aðra upp og
jafnast út í aðaleinkunn, sem gefi jákvæða vísbendingu.
Varðandi þetta atriði teljum við mestu máli skipta, hve
margar námsgreinar við landspróf og hverjar þarf að taka í
aðaleinkunn til þess að fá jafngóða forsögn um árangur við
framhaldsnám og núverandi aðaleinkunn veitir. Nægði e. t. v.
að reikna aðaleinkunn af ensku, íslenzku, dönsku, stærðfræði
og eðlisfræði til þess að fá jafnhaldgóða leiðheiningu? Það er
meira að segja hugsanlegt, að eitthvert slíkt úrval af náms-
greinum gæfi öruggari vitneskju en núverandi fyrirkomulag.
f þessu sambandi er vert að benda á atriði, sem nefnt var
hér að framan. Meðaltölur virtust jafnari frá ári til árs í
tungumálum, stærðfræði og eðlisfræði en í öðrum greinum.
Þetta gæti hent til þess, að próf í lesgreinum væru af ein-
hverjum ástæðum ótryggari og tilviljanakenndari en í tungu-
málum og stærðfræðigreinum. Slíkt virðist samkv. eðli máls-
ins ekki ósennilegt. Það er og kunnugt af erlendum rannsókn-
um, að kunnáttupróf í móðurmáli og stærðfræði sýna háa
fylgni við greindarpróf.
Okkur virðist, að það myndi ávinningur, ef fækka mætti
þeim greinum, sem gengju inn í landsprófsaðaleinkunn. I
fyrsta lagi er sennilegt, að það væri til bóta, að námsefni og
kennsla í lesgreinum fengju sveigjanlegri ramma en lands-
prófið virðist hafa leyft. Slíkt gæti auðvitað verið tvíeggjað,
en væri allt með felldu, ætti slíkt fyrirkomulag að geta gert
kennsluna fjölbreyttari og auðugri bæði fyrir nemendur og
kennara. Mjög rigskorðað námsefni leiðir oftast til einhliða
kennslu, þar sem höfuðáherzla er lögð á minnisatriði, en síður
á skilning og sjálfstæð vinnubrögð. Námsgreinum eins og
sögu, landafræði og náttúrufræði er sérlega 'hætt í þessu efni.
Þá má á það benda, að fækkun landsprófsgreina myndi spara
fé og fyrirhöfn við framkvæmd prófsins.
IV.
Á þeim 16 árum, sem liðin eru, síðan landspróf miðskóla
var upp tekið, hafa 6895 manns þreytt prófið og 4660 eða