Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 207
Skírnir
Athuganir á landsprófi miðskóla
205
fullyrða um það. Benda má á tvö atriði. Tala fæddra á ár-
unum 1937, ’38 og ’39 — en úr þessum árgöngum ættu lands-
prófsnemar 1952—’54 að koma, ef þeir ganga beina náms-
braut — lækkar á þessum árum úr 2457 árið 1937 niður í
2238 árið 1939. Þá er hugsanlegt, að efnahagsástæður rétt eftir
1950 geti átt einhvern þátt í fækkun landsprófsnema á áður-
nefndu tímabili.
Á sama línuriti má einnig lesa fjölda þeirra nemenda,
sem náð hafa aðaleinkunninni 6.00, þ. e. náð framhaldsein-
kunn, og svo þeirra, sem fengu lægra eða áttu ólokið prófi.
Enn er þess að geta, að nemendur í gagnfræðadeild Mennta-
skólans á Akureyri þreyta ekki hið eiginlega landspróf, fyrr
en 1953—’54. Nemendur þess skóla vantar því í heildartölu
landsprófsnema til þess tíma.
Á línuriti nr. 5 sést hlutfallstala þeirra, sem fengið hafa
lægri aðaleinkunn en 6.00 (þ. e. „fallið“ á landsprófi, eins og
það er almennt kallað). Linuritið sýnir í rauninni hið sama
og línurit nr. 4, en hér er „fallprósentan“ tekin ein sér til
glöggvunar yfir öll árin, sem prófið hefir verið þreytt. Heila
línan sýnir hlutfallstöluna fyrir allt landið, en sú brotna töl-
una fyrir Reykjavík. Það er einmitt falltalan, sem mest hefir
verið rædd í sambandi við landsprófið. Hefir verið bent á,
að hún væri ískyggilega há, og ýmislegt verið nefnt í því
sambandi um skaðsamleg áhrif prófsins. Hér skal ekki aukið
við þær umræður, en aðeins tekið fram, að nemandi, sem fær
aðaleinkunn 5.00, hefir staðizt landspróf, þótt sú einkunn
tryggi honum ekki inngöngu í menntaskóla.
Þegar litið er á línurit nr. 5 virðist áberandi, hve hlutfallið
er óstöðugt. Sjálfsagt er að festa hugann ekki um of við fyrstu
fjögur til fimm árin — meðan próffyrirkomulagið er að mót-
ast. En þótt aðeins sé litið á tölumar frá 1950, virðast sveifl-
urnar furðmniklar frá ári til árs. Meðaltala fallprósentu frá
1946—-’61 er ca. 32%. Síðustu 4 árin frá 1958 er þó hundr-
aðstala þeirra, sem ekki ná 6.00, nær stöðug, rétt í kringum
30%. Ekki er unnt að fullyrða neitt um orsakir til hinna miklu
breytinga á hlutfallstölunni frá ári til árs. Hér skal aðeins