Skírnir - 01.01.1961, Síða 211
Skirnir
Athuganir á landsprófi miðskóla
209
Að okkar áliti er ekki æskilegt að hverfa frá landsprófs-
fyrirkomulaginu, þótt það muni engar hliðstæður eiga sér er-
lendis. Hitt er nauðsynlegt að leggja verulegt fé og vinnu í
að rannsaka eðli prófsins og notagildi, þar eð prófið ræður
örlögum ungs fólks öðrum prófum fremur á Islandi í dag.
Við viljum því að lokum setja hér fram nokkrar ábend-
ingar varðandi úrvinnslu á niðurstöðum prófsins.
I rauninni er sá hópur, sem landsprófi lýkur ár hvert, ekki
ýkjastór. Virðist síður en svo ókleift verk að vinna nákvæm-
lega úr prófinu fyrir hvert ár, ef það er gert strax og sam-
kvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Það, sem hefir reynzt okk-
ur erfiðast, er að safna saman upptekt á einkunnum langt aft-
ur í tímann. Okkur er líka Ijóst, að nota mætti staðtölulegar
aðferðir, sem gæfu fyllri upplýsingar, ekki aðeins um fylgni,
heldur líka dreifingu einkunna, miðlægni dreifingar (meðal-
tölu, miðtölu (median) og fjöltölu (mode), dreifitölu (stand-
ard deviation)), og ýmis önnur atriði tölfræðilegs eðlis. Þessi
atriði myndu geta komið í hendi öll í einu, auk fylgni, ef
skipulega væri að unnið frá ári til árs. Auk þess er um að
ræða upplýsingar aðrar en beinlínis einkunnir. Má nefna,
hve margir reyna við landspróf öðru sinni eða oftar, hversu
háar einkunnir þeir nemendur fá og hversu þeim reiðir af
við framhaldsnám. Ef landsprófsnefnd bæði um slíkar upp-
lýsingar árlega frá viðkomandi skólum, væri ekki svo erfitt
að vinna úr þeim. Sumt af þessum upplýsingum mun lands-
prófsnefnd eiga í fórum sínum nú þegar, en þá þyrfti að setja
þær upp á haganlegan hátt.
Það er tillaga okkar, að landsprófsnefnd hefjist nú þegar
handa um árlega skipulega úrvinnslu á landsprófinu. Fái
nefndin til þess starfskrafta eða fræðsluyfirvöld láti vinna
verkið á annan hátt. Leitað verði aðstoðar tölfræðings (stati-
stikers) um framsetningu upplýsinga á haganlegan hátt.
Segja má, að kjarni vandamálsins í sambandi við landspróf
sé raunar ekki prófið sjálft, heldur miklu fremur að koma á
einhverri þeirri skipan, er laði hina réttu nemendur í lands-
prófsbekki, sem aftur myndi leiða til lækkaðrar falltölu við
14