Skírnir - 01.01.1961, Page 213
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
DOKTORSRIT UM HÓMERSÞÝÐINGAR
SVEINBJARNAR EGILSSONAR.
Andmœlarœ&a við doktorspróf Finnboga GutSmundssonar
í Háskóla íslands 7. janúar 1961.
I
I Njáls sögu segir svo um Michael erkiengil, að hann sé
svo miskunnsamur, að hann meti allt það meir, sem vel er
gjört. Við doktorsvörn er þessu nokkuð öðruvísi farið. Þar er
það beinlínis embættisskylda andmælenda að telja fram það,
sem miður er um ritgerðina, hversu vorkunnlátir og góðvilj-
aðir sem þeir kunna að vera og hversu ágæt sem ritsmíðin
annars er. Þessarar neikvæðu afstöðu bið ég menn að minn-
ast, er þeir hlýða nú á mál okkar dr. Jóns Gíslasonar skóla-
stjóra, ekki aðallega vegna þess, að það kynni að draga upp
einhliða mynd af innræti okkar, heldur einkum til þess, að
það villi ekki sýn um kosti og gildi þeirrar bókar, sem hér á
um að fjalla. Ekki er andmælendum þó skylt að vera alger
andstæða Míkjáls og gerast erkifjendur, heimilt mun að bera
fram nokkur lofsyrði í lokin, rétt eins og gómsætan ábæti
á eftir beiskri og heldur ólystugri máltíð.
Við dr. Jón Gíslason höfum skipt þannig með okkur verk-
um, að koseyrir hans er það, sem veit að Hómer og Hómers-
fræðum, gríska textanum og meðferð hans,1 en í minn hlut
kemur það, sem varðar Sveinbjörn Egilsson og íslenzka efnið,
svo og gerð bókarinnar og frágang.
II
Þesis (Qéaiq) er griskt orð og þýðir fullyrðing. Lærðar rit-
gerðir sem sú, er hér er til umræðu, voru upphaflega þesais,
í þeim var jafnan einhver kjarni eða meginþráður — og þær
i) Andmælarœða dr. Jóns Gíslasonar verður prentuð í 1. hefti And-
vara 1962.