Skírnir - 01.01.1961, Síða 214
212
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
stefndu að einu marki, ákveðinni lausn, niðurstöðu, staðhæf-
ingu. Það er langt síðan horfið var frá svo einskorðuðu formi
doktorsritgerða; skv. núgildandi reglugerð Háskóla Islands —
og fjölmargra erlendra háskóla — er til að mynda heimilt
að leggja fram til doktorsprófs fleiri ritgerðir en eina, ef þær
„varða sama meginrannsóknarsvið og mynda nokkra heild“.
Það væri því ósanngjamt — og raunar allt að því miðaldar-
sjónarmið — að finna höfundi það til foráttu, að ritgerð hans
er ekki þesis í hinni klassísku merkingu, enda er það hér
sagt fremur henni til lýsingar en lasts. Þó finnst mér það sízt
til prýði, hve fjarri ritgerðin er því að vera þesis, hve víða
efnistakmörk hennar og stefna em óljós.
Fyrst liggur fyrir að spyrja, um hvað ritgerðin fjalli, í
hverju viðfangsefnið sé fólgið. Fyrsti kaflinn heitir Verk og
viShorf, og skyldum við ætla, að þar væri að finna svör við
þessu. En því er ekki að fagna. Þetta er mjög ágripskenndur
inngangur um hókmenntastörf Sveinbjarnar (3 bls.), en snot-
urlega skrifaður. Höfundur segir hvergi, hvað hann ætlast
fyrir. Þegar hann segir (188): „Yrði það [þ. e. samband orð-
myndunar í grísku og íslenzku] . . . allt meira mál en svo,
að það rúmaðist innan ramma þessarar ritgerðar," þá verður
okkur á að spyrja sem svo: Hver er ramminn? Menn verða
að lesa bókina til enda til að fá að vita það, sem ætti að standa
í upphafi hennar, hvert verkefnið sé, og má jafnvel vera, að
einhverjum verði það ekki of ljóst við lestrarlok.
Nú kynni praeses að svara því til, að titill bókarinnar gefi
efnið til kynna: HómersþýSingar Sveinbjarnar Egilssonar.
Hann veit þó manna bezt, hve margþættar þær em. Jafnvel
yfirlitið um kaflaheitin gefur aðeins ófullkomna hugmynd
um efni bókarinnar — og efnisvöntun. Höfundur vitnar í
upphafi og endi hókar sinnar í fráhært bréf frá Sveinbirni
til Jóns Sigurðssonar (1. marz 1842), þar sem hann segir
m. a.: „Það eru ekki allir, sem geta búið til fallegar brúar á
stólpum og riðið svo yfir hlemmiskeið,“ — og leggur höf. vel
út af þessu um Hómersþýðingarnar. Sjálfur hefur hann smíð-
að góða og trausta, einstaka brúarstólpa, en ekki brúna alla,
af því að honum láðist að gera teikninguna, áður en smíðin