Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 216
214
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
Hann gefur á þessu þá skýringu (148), að við hljótum að
meta þýðingarnar eftir lokagerðinni. Það eru sannmæli. En
ekki fæ ég séð, að þessi umtuman á þróunarsögunni geri les-
endum léttara um vik til þess rétta mats, þegar endað er á
upphafinu, en það fjærst við kaflalok, sem helzt átti í minni
að geyma og mest að meta.
Sem betur fer, virðist praeses þó ekki telja þessi endaskipti
tímatalsins neitt sáluhjálparatriði, því að í tveimur næstu
köflum, Einkunnaþætti og Fornmálsáhrifum, er þessu öfugt
farið, byrjað á því elzta eða eldra og þróunin rakin, og skal
sízt um það sakazt, að höfundur sér sig um hönd í þessu efni,
er á ritgerðina líður. Enn er samt ósamþykki innan þessara
sinnaskipta, því að í Einkunnaþœtti er byrjað á allra elztu
þýðingunni, I. þætti Ilíonskviðu frá 1819—20, og, skv. aldurs-
afstöðu, fjallað um lausamálsþýðingar á undan ljóðaþýðing-
um, en aftur öfugsnúningur í fornmálsáhrifakafla, bundna
málið tekið þar á undan lausa málinu, en tímaröð þó fylgt
innan hvors flokksins.
Svo að ég endasnúi nú efninu aftur, að gefnu fordæmi, og
bregði mér fram fyrir allt það, sem nú var nefnt, að kaflan-
um Ferli, þá er þar aftur á móti greint frá óbundnu þýðing-
unum fyrst, sem vera ber, úr því að praeses rakti þar ekki
þýðingarstarfið í heild sinni í tímaröð og sýndi, hvernig vinn-
an að lausamáls- og ljóðaþýðingunum skiptist á og fléttast
saman. Það hefði verið æskilegt, myndin þannig samfelldari,
heillegri, og þá hefðu lesendur haft fastari þráð að grípa til,
þegar höf. fer síðar að rugla þá í ríminu. En þetta hefði ver-
ið örðugra til samningar, og framsetning er hér skýr og skil-
merkileg innan sinna marka. Einhverjum kann og að finnast
tímatalsskipan höfundar nógu margvísleg, þótt ekki hefði
komið þarna eitt tilbrigðið í tilbót. Allan þennan margbreyti-
leika í rímfræði praesidis hefði Mikjáll hinn góði líklega met-
ið til fjölbreytni. Andmælandi kallar þetta ósamkvæmni, jafn-
vel ruglingshátt. Ef til vill hafa báðir nokkuð til síns máls.
Alloft er efnisatriðum ekki fundinn sá staður, sem ákjósan-
legastur væri. T. a. m. eru með Óbundnum þýZingum felld
inn ummæli erlendra fræðimanna um Hómerskviður (159