Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 217
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 215
—160). 1 ljóðaþýðingaþættinum eru greind dæmi fornmáls-
áhrifa á yngstu þýðingarnar í bundnu máli og einkum á
kafla úr XV. kviðu Odysseifskvæðis (125—128), en rúmum
hundrað blaðsíðum seinna (233 o. áfr.) er eins konar fram-
hald þessa í kaflanum um fornmálsáhrif. I þeim kafla (246
—247) eru svo talin fram rök fyrir því, hvers vegna Svein-
bjöm hélt ekki áfram með Ijóðaþýðingar, er hann var byrj-
aður á þeim, en sneri sér aftur að lausamálsþýðingu (Odys-
seifsdrápu). Þetta er tengdara ferlinum. f þessum sama kafla,
F'ornmálsáhrifum, er, á þremur blaðsíðum, bent á orðalags-
áhrif frá tengdaföður Sveinbjarnar, Benedikt Jónssyni Grön-
dal, og séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá. Praesidi er vitanlega
Ijóst, að þeir eru engir fornmenn og þetta skýtur skökku við,
er hann segir (226), að „frávik sé frá aðalefni þessa þáttar.
En þar sem ég hygg, að þeim [o: dæmunum] verði ekki betur
komið við annars staðar, skýt ég þeim inn hér.“ Viðar er
efnisþráður rofinn með slíkum innskotsþáttum, lengri eða
skemmri, t. a. m. ferill þýðinganna með einnar hlaðsíðu frá-
sögn af endurskoðaðri uppskrift Steingríms Thorsteinssonar á
Odysseifskviðu frá því um eða eftir 1907 (44—45), en síðan
vikið til kennslu Sveinbjarnar 1830, enda hefst fleygurinn
með orðunum: „Þess má geta til fróðleiks ...“ — Á bls. 250
segir: „Sé ég nú eftir á, að Sveinbjörn hefur í orðasafni sínu
í Lbs. 424,4to vísað við orðið öldurmannlegur í sömu heim-
ild og mér hafði komið í hug, óvitandi um orðasafn hans, þ. e.
Magnúss sögu berfætts ... Þó að ég hafi birt fyrr lýsingu
XV. kap. Magnúss sögu berfætts á þeim konungunum þrem-
ur á stefnunni við Konungahellu í Elfi, hirti ég hana nú
aftur ...“ Hér hefði höf. átt að fella efnið saman, annað-
hvort á þessum stað eða fyrra staðnum (153). Finna má
fleiri dæmi slíkra óþarfa upp- eða endurtekninga, þótt hér
skuli ekki talin.
Nú er það svo við víðtæka fræðirannsókn sem þessa, að í
leitirnar kemur ýmislegt lítt kunnugt efni eða nýtt, sem ligg-
ur utan aðalbrautar, en þó í námunda við hana. Sumu þessu
vill glaður finnandi gjarnan koma á framfæri, og við, for-
vitnir lesendur, erum þakklátir fyrir fenginn, jafnvel þótt