Skírnir - 01.01.1961, Page 219
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 217
prentsmiðjunni og praeses ekki hirt um að afla þeirra. Varla
hefðu þær þó orðið vandfengnari en gríska stafrófið.
Ósamkvæmni í greinarmerkjasetningu er helzt sú, að í
þættinum um málshætti endar hvert máltæki ýmist án grein-
armerkis, með punkti eða semikommu, og í ritgerðinni allri
er punktur ýmist á undan eða eftir gæsalöppum í setninga-
lok, án þess að þar virðist fylgt nokkurri fastri reglu (sbr.
m. a. 59, 213 og 223).
Þá formgalla, sem nú voru síðast nefndir, tel ég auðvitað
einkar lítilf jörlega. Og þess er skylt að geta, að i þessari bók
er prófarkalestur bæði mjög vandasamur og mjög vandaður.
En þar sem áðan var minnzt á gæsalappir, þá koma þær
hér við sögu í sambandi við það form, sem tilvitnunum er
valið, en því er allmjög ábótavant. Praeses virðist hafa sett
sér þá reglu að hafa orðréttar tilvitnanir ekki innan gæsa-
lappa, nema þær byrji inni í málsgrein. Nú er ég honum
sammála um, að gæsafætur eru engar skrautflíkur. En við
getum ekki alltaf verið hátíðabúin, og staf- og greinarmerkja-
setning er, eins og Sigurður skólameistari Guðmundsson orð-
aði það, nauðsynlegt böl. Og þessi tilvitnanaháttur praesidis
veldur óskýrleika, svo að stundum er bágt að vita, hvar til-
vitnun lýkur. Á bls. 14, 3.1. a. n., byrjar t. a. m. tilvitnun án
línuskila, eins og oftar er (11 o. v.). Teknar eru þarna upp
setningar úr ævisögu Sveinbjarnar eftir Jón Árnason, án til-
vísunar í blaðsiðu. Ekki er unnt að sjá til víss, hvar lýkur
orðum Jóns Árnasonar og við taka orð doktorsefnis. Lesandi
verður að sækja sér í hönd Ljóðmæli Sveinbjarnar og sér þá,
að tilvitnunin stendur þar (í frumútgáfunni frá 1856) á bls.
v-vi og henni lýkur í doktorsritinu, þegar þrjár línur eru af
15. blaðsíðu. Á bls. 283, 11. 1. a. n., byrjar tilvitnun til hand-
ritaðs orðasafns eftir Sveinbjörn (A = Lbs. 424, 4to). Með
því að fara niður í Landsbókasafn og fletta upp í handritinu
sést, að tilvitnuninni lýkur hér í 10. 1. a. n. Þar eru að vísu
línuskil, en ekkert greinarmerki milli máls þeirra Svein-
bjarnar og bókarhöfundar, sem gerist hér því nokkuð nær-
göngull meistara sínum. Stundum skýtur höf. og eigin orðum
inn í miðjar gæsalappalausar tilvitnanir (19, 319, þó greina-