Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 221
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar
219
hefur praeses loks látið leiðast til þáttaskipta, jafnvel nafn-
greindra, enda varð trauðla hjá því komizt. Þættir kaflans
heita sem sé: 1) Talmál, 2) Fuglar, gróSur, véSur o.fl., og
loks 3) NýyrSi (og virðist náttúrufræðin una sér þarna vel
milli mál- eða stílfræðinnar). Þótt þessi kafli sé höttóttur og
ýmiss konar afgöngum eða leifum sé þar sópað saman, bæði
úr lofti, af legi og jörðu, vil ég engan veginn kalla hann rusla-
kistu, en öllu heldur gullaskrínu. Og satt að segja þykir mér
miklu vænna um falleg gull en tölumerkingar.
En nú er ég víst kominn út fyrir orustuvöllinn eða skylm-
ingarhólmann.
Mál er yfirleitt vandað og fallegt, stíll áferðargóður og
sums staðar fjörlegur. Óþarfa málsgreinarrof er á bls. 250:
„Þegar ég í kaflanum um hinar óbundnu þýðingar Svein-
bjarnar fjallaði m. a. um þýðingu hans á II. III 169—70“,
siðan sex lína tilvitnanir, unz framhaldið kemur: „ — vitnaði
ég til fornra heimilda . ..“ Meira heljarstökk er þó tekið á
bls. 93—94, þar sem segir: „En nafnmyndir þýðingarbrot-
anna úr II. kviðu: “ — síðan tilvitnanadæmi í 20 línum, unz
botninn kemur: „— skipa þeim, svo að ekki verður um villzt,
í flokk elztu ljóðaþýðinganna." En þetta er meðal fárra und-
antekninga, setningaskipan oftast skýr.
Verr fer á því, hve oft praeses talar í fyrstu persónu, í stað
þess að nota ópersónulegt orðalag (Nú skal ég nefna dæmi,
í stað: Nú skulu nefnd dæmi, o. s. frv.). Er þá ýmist, að höf-
undur talar í eintölu eða fleirtölu, segir ég eða vér, án þess
að fyrir því verði fundin föst regla. Þegar hann segir vér,
er þó oft eins og hann vilji lofa okkur lesendum að slást
með í förina, og er ekki nema gott til þess að vita.
Ekki hafa áralangar samvistir við Sveinbjörn orðið til mál-
spjalla, svo sem nærri má geta. Þó hefur praeses tekið upp
eftir meistara sínum það, er einna sízt skyldi, hóflitla notkun
lauss greinis, og rak þar engin nauður praesidem til í frum-
sömdu máli eins og Sveinbjörn í þýðingum. Dæmi af einni
bls. (290): „. . . hve vakandi Sveinbjörn hefur verið fyrir
hinu lifandi talmáli . ..“, „. . . hann hefur einkum gripið til