Skírnir - 01.01.1961, Síða 222
220
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
talraáls í hinum eldri þýðingum . . .“, „Jón Gíslason hefur
valið . . . sum hin sömu dæmi ...“ Hér mætti alls staðar
sleppa greini, og svo er miklu víðar. Það hefði aukið á stíl-
prýði höfundar.
Erfitt getur verið að beygja erlend sérnöfn á íslenzku. En
öfugsnúningur er það, bæði að erlendum og íslenzkum sið,
þegar sett er eignarfallsendingin -s á skírnarheiti, en ekki á
eftir- eða ættarnafn (66): útgáfa Samuels Clarke, útgáfur
Þjóðverjans Friedrichs Augusts Wolf (en þó: fyrirrennarar
Wolfs), útgáfa . . . Christians Gottlobs Heyne (en þó, 75 nm.:
þýðingar Hans Seidelins og Jens Baggesens), eða bls. 69:
þýðingar Alexanders Pope, en: þýðingar Popes. Slík dæmi
eru mörg. Þetta er bæði sjálfu sér ósamkvæmt og flest
óíslenzkulegt. Bezt fer á því á íslenzku að bæta eignarfalls-
essi við öll erlend karlkynsnöfn, þar sem því verður við komið.
— Eignarfall fleirtölu sumra íslenzkra orða veikrar beyg-
ingar verður varla notað án hlygðunar, nema þá af einstaka
málfræðingi, og er þó varla von, að praeses hafi getað kom-
izt af án „kviðnanna“, en fremur hefði hann getað forðazt
endurtekningu „lotnanna“ (138,341). Afrit (10) er síðra orð
en eftirrit eða uppskrift (sbr.: afrita, 247); skaði er að vísu
gamalt og gott norrænt orð (t. a. m. að e-m sé skaði að e-u),
en þegar kemur orðasambandið: og er það skaði (14) eða:
var það mikill skaði (47), í merkingunni: var það illa farið,
þá finnst mér af því ónotalegur dönskufnykur („det var en
(stor) skade“). Vitaskuld finnst mér vitaskuld miklu íslenzku-
legra en „að sjálfsögðu“, sem praeses notar alltaf í hins stað
(47, 111, 280 o. v.). Sóknarmannatal er líka fallegra en sálna-
registur (60), þótt það kunni að vera réttara frumheimildar-
heiti. Orðið mikill virðist vera að hverfa úr málinu, — flest
er nú orðið „stórt“ — og Sveinbjörn „stærsti sigurvegarinn
i seinasta sprettinum“ (59). Vona ég, að praeses auki hér
eftir fremur á mikilleika sinn en stærð. — Fyrir hugkvæmni
ber ég mikla virðingu, en kann síður að meta „hugdettur11
(140). Óviðfelldið finnst mér að segja (223), að vísuorðið
„grátr var honum á kinnum11 (í XVIII. kviðu Ilíonskvæðis,
62) sé „grunsamlega líkt“ tilteknu orðalagi úr fornbókmennt-