Skírnir - 01.01.1961, Síða 223
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 221
um („Guðr var þeim á sinnum“, Haralds s. hárf., 19. k., 2. v.),
rétt eins og þar væri um einhver afglöp að ræða. Það eru
máske ellimörk hjá mér, að ég kann ekki við að tala um hjá
Hómer „hið sniðuga orð grískunnar“, þoukuTÓvðe (búlytonde,
246), þótt hnyttið sé eða smellið.
Víðar kann einhverjum að finnast praeses varla nógu sett-
legur í máli í svo virðulegu riti, eins og þegar hann gerir
Sveinbirni upp svefngalsa við þýðingarstarfið: „Hefur Svein-
björn sauðar blómið efalaust úr þýðingu Möllers, svefngalsi
sennilega verið kominn í hann, þegar hann rak augun í þetta
hjá Möller, og hann þá látið þýðinguna flakka!“ (86); í skóla-
þýðingunum hafi Sveinhjörn „stundum sprungið“ á einkunn-
um Hómers (193), og „hefði Sveinbjörn verið uppi nú og séð
lubba þann, er sumir ungir menn hafa og halda prýði, er
ekki að vita, nema hann hefði þýtt xépa áylaé [kera aglae]:
hárlubbi!“ (194). Sízt lasta ég þó slíka gamansemi, og er ein-
mitt lofsvert, hve höfundi hefur tekizt að gera svo fræðilegt
rit læsilegt og á köflum verulega skemmtilegt. Sem betur fer,
getur Sveinbjörn sjálfur líka brugðið á glens, eins og er hann
segir (í bréfi til Jóns Sigurðssonar 1838), að hæpið sé að gefa
út orðabók yfir fornkveðskap, „fyrr en Snorra-Edda með öll-
um sínum dilkum og kálfum er farin að hlaupa um stekk-
inn“ (219). En í þessu riti hefur fjörkálfurinn oftast setið
á sér eða praeses breytt í fullnaðargerð líkt og hann segir um
meistara sinn (184): „Gáski sá í orðalagi [o: þýðinganna],
er Sveinbjörn hefur stöku sinnum leyft sér í kennslustund-
um við skólapilta, verður tíðast að þoka fyrir virðuleik fulln-
aðarþýðingarinnar.“
IV
Mikilla skurðlæknisaðgerða þarf ritgerðin ekki við efnis-
lega, flest er þar vel kannað og vandvirknislega á því haldið.
Ég ætla samt að krukka í fáeina vafastaði og spretta síðan á
örfáum minni háttar meinsemdum (ekki illkynjuðum).
Vafasamt er að telja þetta til málshátta, þótt orðskviða-
kennt sé: Jafnvel sjálfir guðirnir eru auðbeðnir (285); og er
jafnan auðbætt skaplyndi göfugra manna (286).