Skírnir - 01.01.1961, Síða 225
Skímir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar
223
heit at fara suðr í heim, unst hann fyndi Ödáinsakur.“ Ef
praesidi hefði verið þetta ljóst, hefði hann getað sparað sér
allar vangaveltur um, „hversu sem því hafi verið háttað ...“.
Á bls. 284 er tekið úr Odysseifsdrápu og Odysseifskviðu
(XVII 217—28) málsháttardæmið: „Nú sannast það, að sækj-
ast sér um likir, saman níðingar skríða!“ Síðar vitnar praeses
í málsháttasafn séra Guðmundar Jónssonar (Safn af íslenzk-
um orðskviðum .. ., Khöfn 1830: „Sækjast sér um líkir, og
samanbúa níðingar. — Saman renna (skríða) níðingar.“
Á bls. 287 segir praeses síðan, að hér „hressi hann [Svein-
björn] við málsháttinn: Sækjast sér um likir, og saman búa
níðingar — með þvi að setja annan sjálfstæðan í stað seinni
hlutans. Til þess að allt verði síðan fullkomnað, breytir hann
loks ögn um orðaröð: Sækjast sér um líkir, saman níðingar
skríða!“
Það er ekki rétt, að Sveinbjörn hafi sett þennan málshátt
saman. I Péturs sögu postula I stendur: „sækiaz ser um glik-
ir, saman þinga niðingar,“ bls. 84 í Postulasagnaútgáfu Un-
gers, Kristjaníu 1874. Þetta er að vísu prentað 22 árum eftir
andlát Sveinbjarnar, en hann hefði getað þekkt það úr hand-
ritum. Þess þyrfti þó ekki með, því að hann hefur áreiðan-
lega þekkt málsháttinn úr IX. bindi Fornmannasagna, Khöfn
1835, bls. 389, í Sögu Hákonar konungs Hákonarsonar, þar
sem konungur segir í bréfi til Péturs erkibiskups í Niðarósi:
„mun nú at því koma, sem þér rituðut til vár í haust, herra
erkibiskup, er þér komut í land, at hvárigir voru annarra
vinir, kórsbræðr ok þér allir samt: at sækjast sér um líkir,
saman skriða níðíngar.“ Sveinbjörn lauk þýðingu Fornmanna-
sagna á latínu 1839, en 1840 er prentuð í skólaboðsriti þýð-
ing hans á 17. bók Odysseifsdrápu, þar sem hann notar máls-
háttinn. Hefur Sveinbjörn þá gert það eitt að snúa við tveim-
ur síðustu orðum hans, nema hann hafi einnig þekkt málshátt-
inn orðréttan eins og hann notaði hann, en þannig er hann
prentaður í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (Ox-
ford 1874, undir uppsláttarorðinu níðingr): „sækjask sér um
líkir, saman níðingar skríða, a saying“ (þar raunar vitnað í
Fms. IX, tilvik orðaraðar líklega áhrif frá Odysseifsdrápu-