Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 226
224
Steingrimur J. Þorsteinsson
Skírnir
þýðingunni). Frá Sveinbirni hefur svo Jón Thoroddsen feng-
ið málsháttinn (eins og fleira), en Jón notar hann sem ein-
kunnarorð eins kaflans í Manni og konu.
Á bls. 303 segir praeses, er hann hefur nefnt nýyrði Svein-
bjarnar: brosmildur —: „Annað dæmi um nýyrði, er allir
nota án þess þeim detti Sveinbjörn eða þýðingar hans í hug,
er orðið þjóðnýtur (ÖTHuoepyóg) [demióergos].“ Það er misgán-
ingur, að Sveinbjörn hafi skapað orðið þjóðnýtur, og furðar
mig nokkuð á því, að praeses skuli halda það. Eins og Hómers-
kviður hljóta að hafa verið eins konar Biblía hans undanfarið,
hlýtur Lexicon poeticum að hafa verið ein elzta handbók
hans. En þar er þjóðnýtr, þegar í frumútgáfunni (en þar er
ð sett á eftir t, z og þ, sem villt hefur suma í orðaleit), þýð-
ing: „populo utilis, populi commodis inserviens, vel perutilis,
valde strenuus,“ og vitnað í Geisla Einars Skúlasonar. Vita-
skuld er orðið einnig að finna í síðari útgáfum af Lexicon
poeticum, en auk þess í orðabókum Eiríks Jónssonar (Old-
nordisk Ordbog, Kbh. 1863) og Cleasbys. Það kemur víðar
fyrir í fornum kveðskap en i Geisla: hjá Þórgils Höllusyni
og Ivari Ingimundarsyni.
Þótt praesidi hafi því skjöplazt hér í meira lagi, er slikt
fátítt hjá honum, en enginn óskeikull, og varla telst þetta til
höfuðsynda. Þetta kann þó að virðast nokkru óheppilegra
vegna þess, að praeses gerir „nýyrðið“ þarna að tilefni hug-
leiðingar og lýsingar á Sveinbirni (303) — og ferst það
raunar vel. En ég vona, að við praeses getum orðið sammála
um, að Sveinbjörn Egilsson sé þeim mun þjóðnýtari sem orð-
ið er fornara og frægara.
V
Einna mestu máli skipta hér auðvitað —• ásamt efnisvali —
rannsóknaraðferðir, fræðileg vinnubrögð og efnistök — og svo
afraksturinn, árangur eða niðurstöður og gildi þeirra, bæði
traustleiki og mikilvægi. Um þetta flest er fremur gott að
segja, svo að þess vegna verð ég um það heldur fáorður, sam-
kvæmt ætlunarverki og ritúali oppónentsins.
Mikið og gott efni er hér saman dregið, m. a. er þáttur-