Skírnir - 01.01.1961, Side 229
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 227
orðabókar yfir skáldskaparmálið forna, til útgáfna og skýr-
inga íslenzkra forntexta og þýðinga klassískra rita? Við lok
Hafnardvalar sinnar skrifar hann þó (í bréfi til Rasks 18. apr.
1819, nýskipaður adjúnkt við Bessastaðaskóla, hér bls. 19):
„... næst væri það skapi mínu, ef eg með tíðinni gæti kennt
eitthvað guðfræðilegt við skólann, því svo mikið sem eg ann-
ars held af historia og philologia, þá sýnist mér þó meiri
matur í hinu.“ Þetta fór samt svo, að á fílólógíu (í víðtækustu
merkingu) nærðist Sveinbjörn aðallega — og nærði hana.
Hvað er það m. a. frá námsárum hans í Kaupmannahöfn
1814—19, sem getur orðið þessu til skýringar? Hvaða gildi
hafði fyrir hann í þessum efnum kynni af Dönum eins og
Rasmusi Rask (sem kominn var til Islands árið fyrir utanför
Sveinbjarnar og hélt hér aðallega til hjá kennara hans, séra
Árna Helgasyni) eða af Karli Kristjáni Rafni (sem hóf há-
skólanám sitt sama haust og Sveinbjörn) og af öðrum mönn-
um, dönskum og íslenzkum? Hvaða kennarar hans höfðu
helzt áhrif á hann í þessu tilliti? Voru á þessum árum uppi
í Danmörku einhverjir þeir straumar og stefnur, sem hefðu
getað orkað á hann til þess, er varð? Ég veit, að hér er hæg-
ara um að tala en í að komast, auðveldara að spyrja en svara.
Og ég ætlast alls ekki til þess, að praeses svari þessum spurn-
ingum hér. En í ritinu hefði hann ekki átt að leiða hest sinn
hjá þessari torfæru.
*
Bragfrœði sakna ég í sambandi við ljóðaþýðingarnar.
Praeses gerir að vísu allnokkra grein fyrir bragháttavali
Sveinbjarnar, og þó varla fullnægjandi, en litla sem enga
fyrir bragháttameðferð.
Sveinbjörn ber fyrir sig ljóðahátt, þegar í elztu bundnu
þýðingunni (XVIII. kviðu Ilionskvæðis, 1823, bls. 135, sbr.
113), og hann hefur reynt hann snemma allrækilega í broti
X. kviðu og í þýðingu brots úr I. kviðu.. En hvers vegna
hvarf hann að mestu frá ljóðahætti og valdi fornyrðislag?
Ljóðaháttur er þó að flestra dómi fegurri og skáldlegri háttur,
og hálf vísa hans álíka að lengd og hexameterslína — ef til