Skírnir - 01.01.1961, Side 233
Skírnir Doktorsrit um Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 231
um, hvort þar hatti fyrir eða hvemig tekizt hafi. Þar sem
Gröndal þýddi Ilionskvæði allt (fyrri hlutinn útg. 1856, síð-
ari hlutinn óútg.) og Sveinbjörn hafði einnig þýtt nokkurn
kafla þess, hefði verið mikils virði að fá stuttan samanburð
þýðinganna frá svo dómbærum manni sem praesidi (örlítið
að þessu vikið, 142). Enn þýddi Grímur Thomsen tvo kafla
úr Ilionsdrápu undir hexametri, pr. með Ljóðmælum hans
1934, eins og hér er skýrt frá (25), en enginn samanburður
við Ijóðaþýðingar Sveinbjarnar.
Allt það, sem nú var nefnt, liggur svo nærri kjarna þessa
verks, að ekki hefði alveg átt fram hjá því að ganga. Vafasamara
kann að vera um biblíuþýðingar Sveinbjamar, samanburður
við þær hefði getað afvegaleitt praesidem. En varðandi þess-
ar stórmerku þýðingar (í útgáfum Hins íslenzka biblíufélags,
Viðey 1841 og Rvík 1859) — ef til vill rismestu biblíuþýð-
ingar á íslenzku — fáum við hér varla vitneskju um, til
hvaða bóka Heilagrar ritningar þær tóku (um nokkrar þó, 90,
sbr. og tilvísan 23 nm.). En þarna var vissulega enn verið að
þýða fornklassísk rit og göfugar heimsbókmenntir, svo að hóf-
leg hliðsjón af þeim hefði fyllt og skýrt mynd Hómersþýð-
andans. I hvorumtveggju þýðingunum er víða „íslenzkað“ í
orðsins fyllstu merkingu (II. XIX 400): „Bleikur og Skjóni,
þið víðfrægu Snarfætusynir“ (112); (II Mós. 9, 24b): „hafði
þvílíkt hret ekki komið á öllu Egyptalandi allt í frá land-
námstíð.“ En mestu skiptir, að sameiginleg þýðingunum er
sú tign og háleita göfgi, sem hæfir efninu, enn er stíllinn
genus sublime. Víða hefur biblíuþýðing okkar sett ofan frá
dögum Sveinbjamar, svo sem er segir nú (Lúk. 24, 12), að
Pétur postuli „gægðist inn“ í gröf Jesú Krists, en Sveinbjörn
segir, að Pétur „laut þar inn“. Lotningin fyrir efninu eykur
á reisn stílsins.
Þótt svona víðtækur samanburður hefði getað leitt út í
ógöngur, er það stundum, að praeses leiðir ekki efni sitt til
lyktar, t. a. m. hliðrar hann sér alveg hjá Ijóðaþýðingunum
i málsháttadæmum sinum (sbr. 283). — Ef próf. Halldór