Skírnir - 01.01.1961, Page 236
234
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
þótt ekki varði Hómersþýðingar sérstaklega. En ekki verður
á þessari bók séð, að til eru um hann sérstakir ritlingar, út-
fararminning (Ræður, fluttar við jarðarför S.E. ... 1852,
Rvík 1855) og Nokkur varnarorð fyrir dr. S.E. ... eftir Finn
Jónsson, Rvík 1886. Því síður er þar ábending um það, sem
um Sveinbjörn hefur verið skrifað á síðari árum. Þótt praeses
muni þekkja það flestallt, er því varla svo farið um alla les-
endur að riti hans. Hér skal aðeins þetta nefnt: Klemens Jóns-
son: Pereatið 1850, Skímir 1914; 150 ára minning Svein-
bjarnar Egilssonar eftir Einar Ól. Sveinsson í Helgafelli 1942,
eitt hið yfirlitsbezta, sem til er um Sveinbjörn í jafnstuttu
máli, og frábær ræða Sigurðar Nordals, flutt við leiði Svein-
bjarnar á aldarafmæli Lærða skólans í Reykjavík, í Skírni
1946; Sveinbjörn Egilsson og Hómersþýðingar hans nefnist
grein eftir mig í Lesbók Morgunblaðsins 1949, og er þar m. a.
birt í fyrsta sinn sýnishorn af ljóðaþýðingu Sveinbjamar á
Ilionskvæði, þetta er því að minnsta kosti einn áfanginn i
kynningu Hómersþýðinga. Hundrað ára dánarminning Svein-
bjamar 1952 er eftir Vilhjálms Þ. Gíslason í Andvara og eftir
Finnboga Guðmundsson í Lesbók Morgunblaðsins, og í Af-
mæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar 1953 er ritgerð
eftir praesidem: Um meðferð nafna í Hómersþýðingum Svein-
bjarnar Egilssonar, — millistig milli prófritgerðar og nafna-
þáttar þessarar ritgerðar. Það er óþarfa hógværð af praesidi,
bæði í sinn garð og annarra, að fella þetta og því um líkt und-
an. Það var því fyllsta þörf á heimildaskrá. En það er prýði
á ritgerðinni, hve laus hún er við lærdóms-tildur, sýndar-
mennsku og hégómaskap.
VI
Sumum kann að þykja margt hafa verið hér að fundið. En
ritgerð sem þá, er hér um ræðir, er ekki hægt að semja svo,
að ekki megi sitthvað setja út á hana með rökum. Þetta rit er
einmitt í vandaðra lagi. Allmargar aðfinnslur hafa líka ver-
ið smávægilegar eða þá umdeilanlegar.
Ef ég ætti að telja upp það, sem vel er um ritgerðina, yrði
það mörgum sinnum lengra mál en það, sem áður var sagt