Skírnir - 01.01.1961, Page 237
Skírnii' Doktorsrit œn Hómersþýðingar Sveinbj. Egilssonar 235
í aðfinnsluskyni, og var þó ekki hægt að verjast ýmsum við-
urkenningarorðum í hinum skyldubundnu neikvæðisþáttum
hér að framan. Hér skulu tekin upp nokkur ummæli úr álits-
gerð dómnefndár, en haná skipuðu Einar Ól. Sveinsson, Jón
Gíslason og ég:
Viðfangsefnið teljum við mjög hæfilegt til doktorsrit-
gerðar. Kandídátinn hefur auðsjáanlega lesið grísku frum-
textana vandlega og skilur þá vel. Hann hefur einnig
kynnt sér á fullnægjandi hátt erlend fræðirit um Hóm-
erskviður og þýðingar þeirra á önnur mál. En þýðingar
Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum og heimildir
varðandi þær hefur hann kannað mjög gaumgæfilega . . .
Er þarna dregið fram margt nýtt og markvert og varpað
Ijósi á merka þætti íslenzkrar bókmennta- og menningar-
sögu . . . Á efninu heldur höfundur yfirleitt af glöggum
skilningi og dómgreind, kunnáttu i fræðilegum vinnu-
brögðum og vandvirkni. Víða kemur fram, að hann hefur
góða hæfileika til ritskýringar og kann vel til hennar.
Hann á og lof skilið fyrir mál og stíl.
Ekki skal ég synja fyrir, að mér þyki enn vænna um rit-
gerðina vegna þess, að hún er til orðin utan um kjarna, sem
þessi góði og gamli nemandi minn gerði hér á háskólaárum
sínum. Ég hef þó reynt eftir mætti að bægja öllum persónu-
legum viðhorfum og tilfinningum frá mati minu og máli,
og má vera, að ég hafi á stundum örðið strangari og stygg-
yrtari fyrir vikið, er ég var að harka þetta af mér — af mis-
ljúfri embættisskyldu.
Praeses hefur helgað verkið minningu foreldra sinna og
segist í formála hafa leitazt við að vinna það í fróðleiksanda
föður síns og af bjartsýni móður sinnar. Það er vafalaust víst
og rétt. Mér finnst ég meira að segja finna þarna fleira frá
þessum mætu og merku foreldrum hans, svo sem nokkuð af
fjöri föður hans og festu móður hans. En um fram allt er
Finnbogi Guðmundsson þarna sjálfur með glöggskyggni sína
og skerpu, vöndugleik og elju. Hann hefur ást á og ber virð-
ingu fyrir verkefni sínu, án þess að það haggi við undir-
stöðum dómgreindar og gagnrýni.