Skírnir - 01.01.1961, Page 240
238
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
ingasögu, hinu sama ÁM 226, fol., eru þessi sögulok: „Þessa
bók fœrði hinn heilagi Jeronimus prestr ór ebresku máli ok í
látínu. En ór látínu ok í norrœnu sneri Brandr prestr Jóns-
son, er síðan var biskup at Hólum, ok svá Alexandro Magno,
eptir boði virðuligs herra herra Magnúsar konungs, sonar Há-
konar konungs gamla.“ Sama stendur, að því er ráða má af
útgáfu Guðmundar Þorlákssonar, í tveim náskyldum handrit-
um, ÁM 225, fol., og 229, fol., en annað þeirra eða bæði eru
runnin frá 226.
Nú segir O.W., að þessi tvö rit, Alexanderssaga og Gyðinga-
saga, séu mjög ólík að stíl, og þykir honum sýnilega óhugs-
andi, að þær séu þýddar af sama manni.
2. O.W. kannar „hinar bókmenntalegu, málfræðilegu og
staffræðilegu staðreyndir“, og kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að í öndverðu hafi verið til norsk þýðing af Alexand-
erssögu. Eftir henni hafi verið skrifað A, sem varðveitt hand-
rit A-gerðarinnar stafa frá, og er textinn þar óstyttur. En
eftir frumgerð Alexanderssögu hafi Brandur biskup skrifað
handrit, að því er skilja má meðan hann dvaldist í Noregi
1262—63; hann styttir þá orðfærið, og eru þaðan komnir
textar B-handritanna.
Á þessu er sá annmarki, að fyrir þætti Brands í þessari
textasögu eru engin rök.
Handritin, sem eigna honum Alexanderssögu, segja ekki,
að hann hafi skrifað hana upp, heldur að hann hafi snúið
henni á norrænu. Og það er annaðhvort rétt eða rangt.
Nú mætti hugsa sér, að Brandur hefði fundið fyrir sér í
Noregi Alexanderssögu, þýdda á norrænu, og girnzt að eiga
hana. En það er ekki handvíst, að hann, hinn rótgróni höfð-
ingjastéttarmaður, sem án efa hefur verið vanur að hafa skrif-
ara við hlið sér, bæði sem ábóti, officialis og electus, hafi far-
ið að erfiða í að skrifa sjálfur upp textann. Það verk gat hann
falið Árna presti sínum. Eða einhverjum norskum klerki.
Eða hann gat keypt handrit af sögunni.
Enn eins er rétt að geta, áður en skilizt er við þetta mál.
O.W. telur, að handrit A-téxtans séu sunnlenzk, en handrit
B-textans norðlenzk, og virðist hann telja það röksemd um