Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 241
Skirnir Athugasemdir um Alexanderssögu og Gyðingasögu
239
þátt Brands í textabreytingunni. Nú skal ég láta liggja á milli
hluta, hvar handrit þessi eru skrifuð, en það sannar auðvitað
ekkert í þá átt, að Brandur hafi skrifað upp eldri texta og
stytt hann.
3. Þegar O.W. er að ræða um þýðanda Alexanderssögu
og Gyðingasögu, bar hann saman A-texta Alexanderssögu,
hinn lengri texta, við aðaltexta Gyðingasögu, texta þeirra
handrita, sem nefnd voru hér á undan. Hann víkur lauslega
að tveimur brotum af Gyðingasögu, og hann játar, að annað
brotið sýni, „að farið er með Gyðingasögu í 226, fol., á svip-
aðan hátt og Alexanderssögu. Hún hefur verið stytt og henni
þjappað saman“. En O.W. rekur þetta mál ekki nánar, og
gegnir það furðu, þvi að hér er um meginatriði að ræða. Svo
framarlega sem Gyðingasaga er stytt í 226 (og þeim hand-
ritum), gefur sá texti alranga hugmynd um frumtexta henn-
ar, og dómar um þýðanda grundvallaðir á samanburði A-
texta Alexanderssögu og hins stytta aðaltexta Gyðingasögu
eru næsta marklitlir.
4. Brotin af Gyðingasögu, sem geyma fyllri texta en aðal-
handritið (226), eru ÁM 238, fol. (nr. XVIII) og ÁM 655, 4to
(nr. XXV). Alveg er ég sammála þeirri niðurstöðu O.W., að
samanburður þeirra við aðalhandritað (226) sýni, að texti
þess sé styttur og brotin standi nær frumtexta sögunnar.
Því miður veita brotin miklu minni vitneskju en þörf hefði
verið á. Ber margt til þess. Þau eru mjög stutt. Þau ná ekki
yfir sama kafla, svo að samanburði með þeim verður ekki
við komið. Líklegt mætti þykja, að 655 hafi óstyttan texta,
en er víst, að sama máli gegni um 238? Loks skortir gagn-
gerða rannsókn á heimildum Gyðingasögu, eða slík rannsókn
hefur ekki birzt á prenti. Þar af leiðir, að ekki verður vitað
með fullri vissu, hvenær þýðandi hefur bætt við eða hversu
hann hefur vikið við orðum og setningum — í þeim köflum,
sem varðveittir eru í brotunum.
Stíll brotsins 238 ber af stíl aðalhandritsins, og á sumum
stöðum er hann ágætur. Þegar sagt er frá falli Nikanórs í
I. Makkabeabók (VII, 44), segir svo, að hermenn hans köst-
uðu vopnum sínum (projecerunt arma sua, Vulgata) og flýðu,