Skírnir - 01.01.1961, Page 243
Skírnir Athugasemdir um Alexanderssögu og Gyðingasögu
241
Hér á undan bar ég saman við Gyðingasögu texta Vulgötu,
af því að Storm1) telur þennan kafla Gyðingasögu (1.—21.
kap.) þýðingu á I. Makkabeabók með viðbótum úr II. Makka-
beabók. Sjá má, að í 2. og 3. dæminu er ekki farið eftir Hi-
storia scholastica og ekki heldur eftir Josephusi.
í fyrsta dæminu er þýðingin fyllri, þó að litlu nemi; hin
hversdagslegu latnesku orð verða þar að lifandi norrænu orð-
tæki, og er sem lesandi sjái það, sem sagt er frá. En í þriðja
dæminu eykur þýðandi setningum, og er það allt hvað öðru
betra og margt stuðlað.
5. Þá er að líta á brotið 655. Því miður er það aðeins eitt
blað, og þó skert á báðum hliðum, og er það skaði. Svo mikið
er þó eftir, að auðsætt er, að textinn er f jölskrúðugur og þrótt-
ugur. Sem dæmi má nefna: Fólkit allt í Júdea er fregn
[þetta?] þýtr ok grætr Jónathas ok hans menn, er týndir
váru. Heiðnar þjóðir umhverfis þá ofra sér yfir [Gyðinga?]
ok leita at fyrirkoma þeim (10723—1083); Nú orkask fólkit
hugar (10820). Oft eru orð stuðluð: ha[rms ful]lt ok hræzlu
(1088); margar orrostur ok mikla bardaga, mœðingar ok
mannraunir (10810'11); gefa fyrir lýð þenna ok lQg vár
(10817); gerir háva turna af tegldu grjóti (10929); Símon eflir
ok styrkir .... kastala ok vígi í landinu bæði turnum ok
veggjum, húsum ok heroðum, lokum ok lásum, v . ... ok vist-
um (11011"13; Vulg. Et ædificavit Simon præsidia Judææ,
muniens ea turribus excelsis, et muris magnis, et portis, et
seris; et posuit alimenta in munitionibus); Qlúð ok ástar þokka
(11021); frið ok félagskap (11022-3); skatta alla ok skyldir
(11027); ánauð ok ófriðr (11029-30), fastr friðr (11030) o. fl.
Af þessu er ljóst, að í frumtexta Gyðingasögu hafa stuðluð
orðtök verið allt annað en fátíð.
Enn eitt lítið atriði um stuðlasetningu í Gyðingasögu skal
drepið á. Gustav Storm2) bendir á, að dæmin 1088 ha[rms
ful]lt ok hræzlu, 1077 hamar né hreysi hvíld við at taka (sbr.
44 holt né hreysi) og 2531 hryggð ok hQrmung, sýni íslenzka
J) Arkiv f. n. f. III 254.
2) Arkiv III 256.
16