Skírnir - 01.01.1961, Síða 250
BRÉF SENT SKÍRNI
ATHUGASEMD RITSTJÓRA.
Bók sú, sem Jóhann Sveinsson cand. mag. gerir að umræðuefm í
þessu bréfi, hefir ekki verið ritdæmd í Skimi, þótt vert hefði verið
sökum athygli þeirrar, sem útgáfa hennar og verðlaun veitt höf-
undinum vöktu. Til bókarinnar né verðlaunaveitingarinnar tekur
Skirnir enga afstöðu. Allt, sem í ritinu er sagt um bækur, er á
ábyrgð þeirra, sem skrifa. Hins vegar þykir ritstjóra Skímis rétt —
að gefnu tilefni — að skýra, hvers vegna ekki er getið ýmissa merkra
bóka hér í ritinu. FariS er eftir þeirri meginreglu áS geta aSeins
þeirra bóka, sem ritinu eru sendar eSa einstökum ritdómurum þess.
Þess vegna er fátítt, að hér séu dæmdar bækur, sem koma út hjá
Helgafelli (t. d. Paradísarheimt), MenningarsjóSi og á vegum Árna-
nefndar, svo að dæmi séu nefnd. Ef útgefendur eða höfundar hafa
éhuga á, að bóka þeirra sé getið í ritinu, er óhjákvæmilegt skilyrði
að senda Skirni eða ritdómurum hans bækurnar. Hitt er svo annað
mál, að ókleift er að geta allra rita, sem send em, en hér er óþarft
að skýra það.
Ritstjóri.
HUGLEIÐINGAR UM VERÐLAUNABÓK.
Herra ritstjóri!
Hugleiðingar þessar um Virkisvetur eftir Björn Th. Bjömsson langar
mig til að biðja yður fyrir í timarit yðar, þótt þær séu helzti síð fram
homar, að vísu löngu samdar.
Mér var nokkur forvitni á að lesa skáldsögu, sem metin hefir verið til
hæstu bókmenntaverðlauna á landi hér. Var það Menntamálaráð íslands,
er efndi til verðlaunakeppni þessarar í skáldsagnagerð. 1 slíkri keppni ber
vel að vanda val dómnefndar. Ekki virðist það þó hafa verið gert sem
skyldi. Einn dómnefndarmanna mun þó sökum menntunar sinnar geta
talizt hæfur, en ekki er vitað, að hinir tveir hafi neina sérmenntun í
bókmenntum. (Annars virðist það vera orðin tízka að tylla blaðasnáp-
um í alls konar ráð og nefndir, er um bókmenntir og menningarmál
fjalla, og gera þá að eins konar andlegum leiðtogum þjóðarinnar í þeim
efnum.) Hefði raunar verið mjög eðlilegt, að einn dómnefndarmanna