Skírnir - 01.01.1961, Síða 252
250
Bréf sent Skírni
Skírnir
keim sælkera í klerkastétt, eins og þeim er lýst í útlendum frásögnum,
en líklega hafa hinir islenzku verið litlu meiri meinlætamenn en þeir;
Grímur föðurlausi, vikakarl á Reykhólum, og vel er gert samtal hans
við drenginn Andrés. Sigmundur sulli er og allvel gerð aukapersóna.
Höf. hefir mjög tamið sér íburðannikinn útflúrsstíl, en meir stillir
hann i hóf í þessu riti en hann er vanur að gera. Samt er stillinn all-
íburðarmikill, háfleygur, orðmargur og myndríkur, en á stundum er
hann ofhlaðinn og nær ekki þeim áhrifum, sem búast mætti við og ætl-
azt er til. Höf. fyrnir málið og notar óspart orð úr miðmáli. Hann hefir
yndi af að lýsa fomum menningarháttum, húsbúnaði, klæðnaði og tygj-
um, enda má ætla, að hann sé vel heima í þvi.
Einhver lélegasti kafli bókarinnar er að minum dómi frásögnin um
ferðalag Andrésar og manna hans í stórhríðinni frá Felli að Reykhól-
um. Þar vantar ekki sterk orð og jafnvel ekki þróttmikinn stíl á sinn
hátt, en hann vantar sannfæringarkraft, og atburðimir eru lítt trúan-
legir, ekki veruleiki, en aðal góðrar frásagnar er, að atburðirnir séu
sannfærandi, svo að lesandinn finni ekki, að þeir séu einber tilbúningur.
Málsgreinamar eru þungar og ofhlaðnar. Skal hér sýnt dæmi þunglama-
legrar málsgreinar úr þessum kafla, tekið af handahófi: „Hann [Andrés]
þrengir sér niður með bringu klársins, þar sem umbrot hans hafa eftir-
látið dálitla smugu“ (bls. 174). Allviða i ritinu koma fyrir langsóttar,
andhælislegar málsgreinar, t. d. þessi: „En djúpt undir, einhversstaðar
þar sem grennst seytlar úr jarðklöpp hugans, þar sem straumarnir vætla
fyrst og hægast úr stálinu, þar þrýsti að“ (bls. 50). Að jafnaði hefir höf.
sinn eiginn stíl og virðist ekki hafa orðið fyrir miklum beinum áhrifum af
stíl annarra. Á hinn bóginn hefir hann sótt efni og hugmyndir til annarra
skálda, þótt enginn ritdómanda hafi gefið því gaum. Auðsæ eru rittengsl
milli samtals Amas Amæusar við Offelen hinn þýðverska í Eldi í Kaup-
inhafn (Halldórs Kiljans Laxness) annars vegar og samtals Andrésar Guð-
mundssonar við Bolton hinn engelska og Halldór, ábóta á Helgafelli, í
Virkisvetri hins vegar. Orðalagið á báðum stöðum er jafnvel keimlíkt.
Á báðum stöðum er verið að falast eftir yfirráðum á fslandi, og Arn-
æus og Andrés hafa sömu röksemdir fram að færa gegn yfirráðum stór-
þjóðar. Lesöndum til glöggvunar birti ég sýnishorn úr báðum þessum
bókum, þar sem fjallað er um þetta efni:
Maður sem ætlar að kyrkja lítið Svo vítt eg fæ skilið, telur herra
dýr í greip sinni mun að lokum Bolton rétt síns konungs beztan
þreytast. Hann heldur því arms-
leingd frá sér, herðir takið um
kverkar þess sem má, en það deyr
ekki; það horfir á hann; klær þess
em úti. Þetta dýr mun ekki vænta
sér hjálpar þó tröll komi með blið-
skaparyfirbragði og segist skulu
þann veg, að landsmenn fái aftur
forn réttindi sín og alþing sitt forna
vald. Sagðirðu „rétt“, ábóti Hall-
dór? Hag, vildi eg segja. Orð eru
orð, en þó uggir mig, að það sem
konungur kallar sinn hag, muni
innan stundar heita hans réttur.