Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 253
Skírnir
Bréf sent Skírni
251
frelsa það. Hitt er lífsvon þess að
tíminn sé því hallkvæmur og lini
afl óvinar þess.
Ef varnarlaus smáþjóð hefur
mitt í sinni ógæfu borið gæfu til
að eignast mátulega sterkan óvin
mun tíminn gánga í lið með henni
einsog því dýri sem ég tók dæmi af.
Ef hún í neyð sinni játast undir
tröllsvemd mun hún verða gleypt
í einum munnbita. Ég veit þið ham-
borgarmenn munduð færa oss ís-
lenskum maðklaust korn og ekki
telja ómaksvert að svíkja á oss mál
og vog. En þegar á íslandsströnd
eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk
kauptún, hve leingi mun þess að
bíða að þar rísi og þýskir kastalar
með þýskum kastalaherrum og
málaliði. Hver er þá orðinn hlutur
þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar
bækur? Þeir íslensku mundu þá í
hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks
leppríkis. Feitur þjónn er ekki mik-
ill maður. Barður þræll er mikill
maður, því í hans brjósti á frelsið
heima.
Eldur í Kaupinhafn, bls. 174-75.
Þótt svo væri, er þá betra það
vald, sem leggur landslýðinn á
pínubekk skattníðslu verzlunar-
banns og ævinlegrar fátæktar, en
hitt, sem hefur hag af uppgangi
landsins og vill bjóða þvi réttláta
verzlun? Svaraðu mér því!
Þú spyrð: Hvor herrann er betri,
sá sem hefur hag af ófrelsi þínu og
gefur þér að éta, eða hinn sem
heldur þér hungruðum í þrældómi?
Eg svara því, að sá sem hræðist
hungrið, kýs heldur sinn þrældóm;
hinum er einskis í misst. Herra
Bolton sagði áðan, að þeir Lynns-
kaupmenn hygðu á vetrarfiski frá
islenzkum höfnum. Hefur þú hug-
leitt, hvað það merkir? Það merkir
fasta landsetu Englendinga, kaup-
staði, síðan stétt útlendra manna,
sem rís innlendum yfir höfuð með
fulltingi sinnar verzlunar og síns
konungs. Hver kallar þá til síris
réttar? Nei, Halldór Jónsson; það
gamla vald getum við sigrað, hið
nýja sigrum við aldrei.
Virkisvetur, bls. 220-21.
1 sögu þessari kemur einum þræði sá tilgangur fram eins og i Islands-
klukkuriti Laxness að vara Islendinga við ásælni stórþjóðar, og mun her-
setan í landi voru hafa beint eða óbeint orðið tilefni þess. Kemur þessi
hugsun einna skýrast í hinum tilfærðu köflum hér að framan.
Málinu er allmjög ábótavant, og hér og þar finnast herfilegar mál-
villur. Skulu aðeins örfá dæmi sýnd. Grímur föðurlausi er látinn segja
við drenginn Andrés: „Þeir [Guðmundur ríki og mágar hans] ætla sér
að knésetja alþing í ár . . .“ (bls. 17). Hér mun átt við að kúga alþingi,
þ. e. koma því á kné, ef svo mætti segja um stofnun. Að knésetja e-n
merkir aldrei að koma e-m á kné nema þá í argvítugu blaðamáli á sið-
ustu timum. Orðið blóðskömm er notað í annarlegri merkingu í þessari
málsgrein: „Aldrei drýgir eðlajungfrúin þá blóðskömm að gefast föður-
bana sínum“ (bls. 150). Blóðskömm er dönskusletta, sem engan þegnrétt
ætti að eiga í málinu, og merkir sifjaspell og mun ekki hafa verið notuð
í íslenzku fyrr en alllöngu eftir þann tíma, sem sagan gerist á. Að berast
á banaspjótum (bls. 174) á að vera að réttu lagi: að berast á banaspjót.