Skírnir - 01.01.1961, Page 254
252
Bréf sent Skírni
Skírnir
Ekki er þetta orðalag heldur frýnilegt: „Að liggja út af með blóðrefilinn
fyrir hjartáS ..." (bls. 184). Mun það eiga að merkja: með blóðrefilinn
í hjartastað. Hér er hjarta í röngu falli, ætti að vera þgf. Auk þess er
klausan í heild botnlaus, engin umsögn, aðeins upptalningar, sem hefjast
á nafnháttum. Orðið blístur er í röngu kyni í þessari setningu: „ . . . og
örvadrífan hvein umhverfis þá með hatursfullum blístri' (bls. 230), á að
vera hvk. Þó tekur út yfir allan þjófabálk í þessari málsgrein: „Sjúki mað-
urinn hallaðist upp að hlöðnum garðinum, lær hans var þrútið eftir hol-
undarsár“ (bls. 261)! Hvernig getur nokkur fengið holundarsár á lærið?
Eins og orðið sýnir, er holundarsár sama og holsár. Hér er sama mein-
lokan og í Bergþórssögu (Sigurjóns á Álafossi), en þar stendur, sem frægt
er orðið, að naut hafi rekið „homin á hol“ í læri Höskulds Hvítanes-
goða, svo að hann hafi beðið bana af (bls. 131). Þar sem höf. virðist bresta
þekkingu á islenzku máli og ekki sizt máltilfinningu, hefðu prófarka-
lesarar átt að lagfæra verstu villurnar eða fá höf. til að bæta úr. Að
minnsta kosti annar þeirra, dr. Kristjén Eldjárn þjóðminjavörður, er
prýðilega að sér og smekkmaður á mál, enda með prófi í íslenzkum fræð-
um, svo að búast mátti við betra. Það er varla afsakanlegt að hafa slíkar
ambögur í verðlaunariti.
Ekki get ég verið samdóma því, sem einn ritdómari lét um mælt, að
sagan væri reyfari. 1 reyfara fá persónumar ekki lifað sjálfstæðu lífi.
Þær orka ekki á gang sögunnar, heldur er atburðarásin látin skáka þeim
fram, eftir því sem þörf krefur. í Virkisvetri hefir höf. alla tilburði til
persónusköpunar, þótt drættir söguhetjanna verði í daufara lagi.
Jóhann Sveinsson.