Skírnir - 01.01.1961, Side 255
RITFREGNIR
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. II. Codex Scardensis.
Ed. by D. Slay. Copenhagen 1960. — Vol. III. The Sagas of King Sverrir
and King Hakon the Old. AM 81 a fol. Ed. hy L. Hohn-Olsen. Copen-
hagen 1961.
Hinu nýja safni af eftirmyndum íslenzkra handrita, sem forlagið Rosen-
kilde og Bagger gefur út undir ritstjórn Jóns Helgasonar, miðar áfram
eftir óætlun, og hafa þvi nú bætzt tvö bindi af ljósprentunum merkra
handrita.
Hið fyrra, Codex Scardensis, er næsta forvitnilegt þegar af þeirri ástæðu
að það er eina gamla íslenzka skinnbókin sem vitað er að enn sé í einka-
eign, og hefur af þeim sökum komið fyrir augu fárra fræðimanna og litt
verið notað við textaútgáfur. Saga handritsins er með nokkuð sérstökum
hætti, en útgefandi bindisins, dr. Desmond Slay, háskólakennari í Aber-
ystwyth í Wales, rekur hana skilmerkilega í inngangi.
Handritið hefur að geyma postulasögur og er skrifað á 14. öld. Codex
Scardensis er mesta safn postulasagna sem varðveitt er, og í skinnbókinni
eru yfirleitt lengstu gerðir sagnanna, enda er hún ein helzta heimild um
þessa texta. Skinnbókin er að öllum líkindum skrifuð fyrir Orm lögmann
Snorrason á Skarði á Skarðsströnd, því að í máldaga Skarðskirkju, sem
skráður er í skinnbókina sjálfa, segir að Ormur hafi gefið kirkjunni bók-
ina; auk þess eru fleiri skjöl viðvikjandi Skarði færð inn í hana. Bókin
var enn á Skarði á dögum Árna Magnússonar, og hann reyndi hvað eftir
annað að fá hana til kaups en órangurslaust. Að lokum fékk hann hana
að láni í Skálholti, lét skrifa hana upp og bar uppskriftina vandlega sam-
an við fnunritið. Eftir þessari uppskrift gaf C. R. Unger út textana í út-
gáfu sinni af Postola sögum (1874), því að þá vissu menn ekki hvar
skinnbókin var niður komin.
Eftir daga Árna Magnússonar er ekkert vitað um skinnbókina með
vissu fyrr en henni skýtur upp á Englandi 1836. Þó sést af athugasemd
sem skráð er á ensku á fremstu blaðsíðu bókarinnar að Grímur Thorkelín
hefur látið uppi álit sitt um aldur hennar. Utgefandi telur sennilegast að
Grímur hafi séð bókina í Kaupmannahöfn, og hugsanlegt að hann hafi
fengið hana frá Magnús sýslumanni Ketilssyni. Vitað er að kynni voru
með þeim Grími, því að mörg bréf eru til frá Magnúsi til Grims, en
hvergi er þar á skinnbókina minnzt. Verður því ekkert um það sannað