Skírnir - 01.01.1961, Side 256
254
Ritfregnir
Skímir
hvort Grimur hafi selt skinnhókina til Englands eða haft um það milli-
göngu á einhvem hátt, þó að ekki verði bent á annan liklegri. Því má
bæta við að Grímur seldi önnur íslenzk handrit til Advocates Library í
Edinborg.
Skinnbókarinnar er fyrst getið á Englandi í skrá um handrit sem bók-
sali í London bauð til sölu 1836, en ekkert kemur þar fram um það hvað-
an hann fékk hana. öll handritin i þessari skrá keypti Sir Thomas Phil-
lips (1792—1872), einn mesti bókasafnari sem uppi hefur verið. Safnið
varðveittist í eigu erfingja hans um langt skeið, en var að lokum selt
smátt og smátt. Síðustu leifamar vom seldar fyrirtækinu William H.
Robinson í London 1945, og meðal þeirra var Codex Scardensis; síðan
hefur skinnbókin verið í einkaeign þeirra Lionels Robinsons og Philips
Robinsons.
Eiríkur Magnússon sá skinnbókina fyrstur íslenzkra fræðimanna eftir
að hún komst til Englands, en hann hafði séð hennar getið í prentaðri
skrá um safn Phillips. Hann og Jón Þorkelsson lýstu henni siðan á
prenti, og Jón Þorkelsson gaf út skjölin sem skráð eru í bókina í Fom-
bréfasafni.
Desmond Slay hefur rakið alla þessa sögu miklu ýtarlegar en hér er
gert, og hann átti einnig drjúgan þátt í þvi að hafa upp á bókinni hjá
siðustu eigendum hennar og fá leyfi þeirra til þess að hún yrði ljósprentuð.
Auk þessa hefur hann ritað greinargóða lýsingu á bókinni þar sem skýrt
er frá efni hennar, rithöndum, síðari viðbótum og spássíukroti. Codex
Scardensis er fallegt handrit, skrifað stóm letri, og hefur enginn sparn-
aður á bókfell verið við hafður. Á postulasögunum eru tvær rithendur, og
virðist siðari höndin hafa ýmis yngri réttritunareinkenni en hin fyrri.
Ekki þarf það þó að þýða að síðari hlutinn sé siðar skrifaður en hinn fyrri,
því að miseldri skrifara gæti leitt til sömu niðurstöðu, enda eru upphafs-
stafir i öllu handritinu gerðir af sama skrifara, sem og bendir á að skinn-
bókin sé skrifuð í einu lagi. Fyrri rithöndin er kunn úr öðrum handrit-
um, en þau stoða lítt til að ákvarða aldurinn nánara, hún virðist naumast
geta verið miklu yngri en frá miðri 14. öld, en gæti verið eldri. Nánari
ákvörðun á aldri rithandanna verður þó að bíða nákvæmari rannsókna
á stafsetningu og rithætti handritsins, en það er meira verk en svo að
ætlazt verði til að útgefandi hafi gert því skil í þessum inngangi.
Skinnbókin er yfirleitt vel varðveitt; þó er hún lítilsháttar sködduð á
jöðrum, svo að á stöku stað hafa orð eða stafir glatazt; fyrirsagnir hafa
sumstaðar bliknað svo að þær em nú ólesandi. Um hvorttveggja er upp-
skrift Árna Magnússonar því til gagns, þar sem hún hefur varðveitt það
sem glatað er, enda er hún óvenjulega nákvæm. En engu að síður er hinn
mesti fengur að þessari útgáfu, því að hún veitir fræðimönnum tækifæri
til að rannsaka stafagerð handritsins sjálfs og tekur af allan vafa um rétt-
ritun þess, svo að enginn þarf lengur að velta yfir því vöngum hvað upp-
skrifarar kunni að hafa mislesið.