Skírnir - 01.01.1961, Side 257
Skirnir
Ritfregnir
255
Þriðja bindið af Early Icelandic Manuscripts er hin svonefnda Skál-
holtsbók yngsta, AM 81 a fol., sem hefur að geyma Sverris sögu, Bögl-
unga sögur og Hákonar sögu Hákonarsonar. Handritið fékk Árni Magnús-
son hjá Jóni biskupi Vidalín, og hafði það þá verið í Skálholti frá upp-
hafi 17. aldar, en Oddur biskup Einarsson hafði eignazt það fyrir 1612.
Mestur hluti skinnbókarinnar er skrifaður af þremur höndum, en auk
þeirra koma fyrir í siðari hluta hennar allt að 20 aðrar hendur sem hafa
skrifað stutta kafla. Má af þessu marka að bókin hefur verið skrifuð á
einhverju skólasetri, hiskupsstóli eða klaustri. Otgefandi telur handritið
skrifað um miðja 15. öld.
Ludvig Holm-Olsen, prófessor i Björgvin, hefur skrifað mjög fróðlegan
inngang að útgáfunni, enda er hann skinnbókinni kunnugri en aðrir
menn, þar sem hann tók við útgáfu textans af A. Kjær og hefur lokið við
textann sjélfan; inngangur þeirrar útgáfu er ekki enn kominn á prent.
Hann hefur ekki aðeins lýst handritinu vandlega og rakið sögu þess, held-
ur birtir hann einnig ýtarlegt yfirlit um réttritun aðalrithandanna, sem
er þeim mun þarflegra sem fáar slíkar lýsingar eru ennþá til af hand-
ritum frá 15. öld.
Otgefandi kemst að þeirri niðurstöðu og færir að henni drjúgar líkur,
að handritið sé skrifað norðanlands, í öðruhvoru eyfirzku klaustranna, á
Munkaþverá eða Möðruvöllum, ellegar á biskupssetrinu á Hólum. Rök
til þessa eru þau helzt að ein aðalhöndin í AM 81 a fol. kemur fyrir á
bréfi frá 1451 sem skrifað er á Myrká í Hörgárdal, og eru ábótinn á
Munkaþverá og príorinn á Möðruvöllum fyrstir meðal votta. Otgefandi
bendir og á fleiri líkur sem stutt geta norðlenzkan uppruna handritsins,
m. a. skyldleika sumra rithandanna við nokkur önnur handrit frá 15. öld,
sem eru svo lík að skriftarlagi og réttritun að ástæða er til að ætla að þau
séu runnin frá sama skriftarskóla, en a. m. k. sum þessara handrita má
af öðrum ástæðum telja norðlenzk að uppruna. Mun óhætt að segja að
útgefandi hafi fært svo miklar líkur að norðlenzkum uppruna skinnbók-
arinnar að nærri stappi fullri vissu.
Slikar rannsóknir á uppruna einstakra handrita eru merkilegri en
margur kynni að ætla að óathuguðu máli. Með niðurstöðum þeirra, svo
og með samanburði við fombréf, verður smám saman hugsanlegt að finna
skriftarskólum stað og síðan að skipa öðrum handritum í flokka eftir þeim.
Þá verður og til orðinn grundvöllur til frekari rannsókna á mállýzku-
einkennum eftir landshlutum, að því leyti sem þau koma fram í hand-
ritum. En allt það vandamál er ennþá mjög í þoku að því er tekur til
fyrri alda. Otgáfa ljósprentana af æ fleiri handritum auðveldar þvílíkar
rannsóknir stórlega. Allur samanburður verður hægari, og ýtarlegar rann-
sóknir á sögu einstakra handrita í sambandi við útgáfumar draga ávallt
eitthvað nýtilegt fram sem safnast þegar saman kemur, bætir nýjum
dráttum í þá mynd sem fræðimenn reyna að skapa sér af sögu íslenzkra