Skírnir - 01.01.1961, Page 261
Skímir
Ritfregnir
259
mikill fengur hefði málmyndalýsingin verið ýtarlegri, jafnvel þótt inn-
gangurinn hefði lengzt nokkuð. Eigi sízt þegar skriftareinkennum AM 575a,
4to, er eigi lýst svo nokkru nemi, heldur er vitnað í ANOH 1850 og safn-
skrá KSlunds. Hins vegar er það rétt, sem Jónas segir, að mjög er torvelt
að ákvarða aldur þessa eina skinnhandrits af sögunni. Um það má ég vitna
af eigin reynd, þar sem Jónas sýndi mér þá vinsemd að lofa mér að sjá
bókarbrotið. En þá hefði verið sjálfsagt að láta mynd af parti af síðu
fylgja útgáfunni og þá helzt tekna svo, að upphafsstafur einhver væri
sýnilegur. Bókarbrotið er ekki svo illa farið, að ekki hefði verið gerlegt
að ná góðri mynd af einhverri síðunni með engum teljandi tilfæringum
og konstum. Það hefði ekki verið dýrt, né heldur hefði þurft betri pappír
til prentunar en í bókinni er. Jafnvel gæti sá, er ritar, alið á þeirri
frómu ósk, að í framtíðinni verði séð til þess að birta ætíð rithandarsýnis-
horn úr öllum þeim handritum, sem notuð eru við útgáfur, og að Lands-
bókasafnið komi sér upp safni af rithandarsýnishornum. Tæki eru til þess
þar og hafa verið um árabil. Vitaskuld er i inngangi, er fjallar um lýs-
ingar handrita og samband þeirra, eigi gerlegt að koma öllu mögulegu að.
Útgáfa eins og þessi er vinnubók — handbók — fyrir þá, sem vilja kynna
sér efni þetta frá öllum hliðum. Hinir vondu þankar um efni og innihald,
uppruna og sögu textans, eiga þar ekki mikið erindi. Enda er það mál
næsta flókið, er um Dínus sögu drambláta ræðir. Það verður að bíða sins
tíma. Jónas lætur sér nægja að benda á áhrif frá Alexanders sögu, Róm-
verja sögum og Imago mundi, er um miðgerðina ræðir, en það má vel
vera, að tína mætti fleira til úr öðrum sögum. — Nú skín eitt í augum,
er lesinn er inngangurinn, og það er, að hér virtist sjaldfengið tækifæri
til að rekja textaslóð um landið. Vitnisburður handritanna virðist sýna,
að elzta gerð sögunnar hafi orðið til á Vestfjörðum og e. t. v. einnig mið-
gerðin. Svo sést af skrá Jónasar, hvernig handrit lendir t. d. á Austfjörð-
um og æxlar þar af sér flokk handrita. Er hér átt við B1. Atriði þetta er
merkt. Fjöldi handritanna er takmarkaður, og gerir það því kleift að láta
sér detta í hug, að nota mætti rannsókn Jónasar til að sýna þróun textans
staðbundna við fjórðunga. Fengist þá útbreiðslusaga textans, sem gæti
komið að liði við aðra texta. — Vinnubrögð Jónasar eru vandvirknisleg.
Þó hefur fallið niður að geta aldurs C bls. xxx; er það illt, því Gödel er
ekki treystandi um aldursákvörðun handrita, sem óbeint kemur fram í
ummælum Jónasar bls. xl um Stockh. papp. 4to nr. 3. Uppsetning og frá-
gangur allur er einkar geðþekkur og gerir að verkum, að vænzt er fram-
halds sem fyrst. Og vist er það, að Jónas hefur unnið gott verk.
Magnús Már Lárusson.
LúSvík Kristjánsson: Vestlendingar, siðara bindi, seinni hluti. Reykja-
vík. Heimskringla. Prentsmiðjan Hólar h.f. 1960. 349 -|-1 bls.
Með þessu bindi lýkur Lúðvik Kristjánsson að greina frá samskiptum
Jóns Sigurðssonar og Vestlendinga. Er bindi þetta eitt stórvirki, hvað þá