Skírnir - 01.01.1961, Side 262
260
Ritfregnir
Skímir
er hin eru höfð í huga. Lúðvík er einn traustasti sagnfræðingur, sem nú
er uppi, og er )>að ánægjulegt, að enn skuli sérhæfingin í nútímanum,
sem að sumu er hóflaus, ekki hafa kæft viðleitni einstaklings til að nema
fræði og setja efnið fram. Lúðvík ritar ljóst og gott mál, og er þægilegt
að setjast við að nema af honum. Hann hefur að nokkru hæfileikann til
að setja mál sitt fram í talmyndum. Frásögn hans bregður upp mynd í
huga lesandans af atburðinum, sem skýrt er frá. En þótt hann hafi þenn-
an hæfileika til að bera, þá er hitt mjög markvert, að hann rannsakar
gögnin og gagnrýnir framsetningu fyrri fræðimanna, en gerir það lipur-
lega og af kurteisi mikilli, t. d. hls. 41, þar sem hann greinir frá þvi,
hvernig það kom til, að Jón Sigurðsson eignaðist 10 jarðarhundruð, sem
voru skilyrði til kjörgengis til þings. 1 bindi þessu liggur mjög mikil
vinna fólgin, sem eigi fæst að fullu greidd. Lúðvík hefur kannað skil-
merkilega hin margvislegustu gögn, og er það kostur, hversu marga út-
drætti hann birtir úr skjölum og fellir inn í mál sitt. Sömuleiðis eru
myndir af mönnum og sýnishorn af skjölum, sem bókinni fylgja, til mik-
illar prýði. í hókinni felst mun meira en frásögn af samskiptum Jóns Sig-
urðssonar og Vestlendinga. 1 henni felst þjóðlífslýsing og er það vinnu-
brögðum og framsetningu Lúðvíks að þakka. Hann kæfir ekki niður anda
þann, sem hafði gagntekið þjóðina um miðja 19. öld og knúði hana til
mikilla átaka, svo að hún losnaði úr viðjum miðalda, er fjötrað höfðu hana
allt þangað til. Þótt frásögn Lúðvíks sé ýtarleg og styðjist við aragrúa
heimilda, þá koma persónurnar fram á leiksviði lífsins með holdi og hlóði.
Með efni er lofsamlega vel farið. Að sumu leyti varð sá, er ritar, hrifn-
astur af þættinum OrS og athafnir. Hafi Lúðvík þökk fyrir gott verk og
útgefandi og prentsmiðja fyrir frágang á bindinu.
Magnús Már Lárusson.
Sture Hast: Harðar saga I—II. Ejnar Munksgaard. Kobenhavn 1960.
Þetta er doktorsritgerð sænsks fræðimanns, Sture Hasts, rækileg hand-
ritarannsókn og stafrétt textaútgáfa Harðar sögu.
1 inngangi fyrra bindis fjallar höf. um skinnhandrit sögunnar, AM 556a,
4to, sem nefna mætti Eggertsbók, og AM 564a, 4tó (Vatnshyrnu). Eggerts-
bók er aðalhandrit Harðar sögu, og er fyrst vitað um hana i eigu Eggerts
Hannessonar hirðstjóra (um miðja 16. öld). Nú telur höf., að bókin hafi
verið skrifuð um 1475, eða öllu fremur á síðasta fjórðungi 15. aldar, og er
um það efni sömu eða svipaðrar skoðunar og fyrri fræðimenn. Er því
ókunnugt um feril Eggertsbókar fyrstu 50—75 árin, og hefur höf. lagt sig
mjög í líma um að varpa ljósi á þann feril. Á siðustu blaðsíðu bókarinnar
er bréf til eiganda hennar frá manni, sem haft hefur bókina að láni og
virðist hafa verið tengdafaðir eiganda, því að þar er þessi setning: „Skaltu
þó njóta diktabókar þinnar ok Oddnýjar minnar." Að þessari Oddnýju
hefur höf. gert leit og telur hugsanlegt, en þó ekki mjög líklegt, að hún
sé Oddný Jónsdóttir lögréttumanns Arngrimssonar í Eyjafjarðarsýslu. Jón