Skírnir - 01.01.1961, Síða 268
266
Ritfregnir
Skimir
skuli koma fyrir með jafnstuttu millibili. Á fyrri staðnum segir, að tvi-
rituðu samhljóðamir kk, pp, tt séu bomir fram “single”, en á hinum síð-
ari, að þeir séu bomir fram “double”. Hér er óþarft að ræða, hvor full-
yrðingin er rétt.
Ég skal vera féorður um samhljóðakaflann, þótt þar sé margt óná-
kvæmt og rangt. Þess má þó geta, að höfundur getur þess ekki í lýsing-
unni á g (lokhljóðinu) (bls. XV), að það er ýmist frammælt eða upp-
mælt, þótt hann hins vegar skýri frá því um k, sem fylgir alveg sömu
reglum. Þennan fróðleik um g-ið geymir hann þar til síðar (bls. XVII).
Þá er einkennileg lýsing höfundar á l. Hann segir:
1 this is the sound that occurs in English “steal”, except that the l in
-lk,-lp,-lt is palatalized (resembling the Welsh ll). Stúlka is an ex-
ample. (bls. XV).
Það er fræðilega ónákvæmt að taka enska dæmið “steal”, betra hefði
verið að taka enskt l í upphafi orða til samanburðar. En látum þetta liggja
milli hluta. Athugasemdin um framburð á Ik, Ip, It skiptir meira máli.
Látum það vera, að til er tvenns konar framburður á þessum hljóðasam-
böndum. Telja má óþarft að geta þess í stuttri kennslubók. Lýsing höf-
undar mun eiga við óraddaðan framburð, eins og sjá má á samanburðin-
um við velsku. En hvers vegna segir hann ekki einfaldlega, að l sé óradd-
að í þessum samböndum? Hér getur ekki verið um neitt tillit til van-
þekkingar lesandans í hljóðfræði að ræða, því að hugtakið “palatalized”
er jafnhljóðfræðilegt og “voiceless”. En þetta atriði leiðir hugann að því,
að höfundur minnist ekki á óraddað /, l, n, r i upphafi orða, t. d. i hér,
hlœja, hnerra, hrútur. Þetta er þó eitthvert erfiðasta atriðið í íslenzkum
framburði fyrir útlendinga.
Þetta verður að nægja um framburðarkaflann. Eins og hann er úr
garði gerður, kemur hann að engum notum, heldur villir aðeins fyrir
þeim, sem læra vilja íslenzkan framburð.
OrS og setningasambönd virðast mér valin í bókina af skynsemd og
valið mjög miðað við það, sem hagnýtt má telja. Flestar setninganna gætu
verið teknar úr mæltu máli eða blaðamáli, og sumir kaflanna eru áreið-
anlega úr blöðum, ef til vill úr Tímanum, því að í formála er mælt með
því blaði. En þótt þessi þáttur bókarinnar sé yfirleitt vandaður og lýta-
lítill, má þó að ýmsu finna. Ég skal nefna nokkur dæmi:
Stúlkan hefur hund. (bls. 8), eðlilegra stúlkan á hund.
Á þenna hátt (bls. 17). Daglegt mál er á þennan hátt.
Vera af sér kominn (af þreytu) (bls. 18). Daglegt mál er vera áS
fram kominn af þreytu.
Fulloröna fólkiÖ skrökvar oft, þó áS þaS segi, áS þaö komi svartur
blettur á tunguna á mér, ef ég skrökvi (bls. 36—37). Þetta má ef til vill
til sanns vegar færa, en eðlilegra er ef ég skrökva.
Hún ók til bankans (hls. 46). Almennt er til ekki notað með stofnana-
heitum. Menn aka ekki til bankans, skólans, sjúkrahússins o. s. frv. Yfir-