Skírnir - 01.01.1961, Page 269
Skímir
Ritfregnir
26 7
leitt er í slíkum tilvikum notað staðaratviksorð á undan forsetningu, t. d.
niður í (áð) banka, úí í skóla, suSur að (í) Landspítala o. s. frv. Hér er
á þetta bent, af þvi að þetta er mikilsvert atriði í íslenzku máli, sem erf-
itt er að kenna útlendingum.
Rödd hans lognaðist út af (bls. 48). Þetta er að minnsta kosti óvenju-
legt orðaval. Er þetta af þeim sökum óheppilegt dæmi til þess að kenna
afturbeygilega merkingu miðmyndar, eins og gert er í bókinni. Auk þess
hefði verið eðlilegra að nota sögn, sem til er í germynd, í þessu skyni.
Hann berst með strauminum (bls. 52), eðlilegra er með straumnum.
Á hvitum hesti (bls. 54). Venjulegra mál er á gráum hesti, þótt hitt
komi fyrir í skáldskap.
/ sýn við húsið, within sight of the house (bls. 87). Þetta orðasamband
hefi ég aldrei heyrt, hvorki i tilgreindri merkingu né annarri. (Tekið
upp úr ambögulegri þýðingu?)
Vmis orð og orðmyndir, sem höfundur nefnir dæmi um, eru ekki nú-
tímamál1: svima —- svarri — svámum — sumið (swim) (bls. 40), mala
(grind) með sterkri beygingu (bls. 44, veik beyging er þó tilgreind í
orðasafni, bls 176), þvo — þvæ — þó — þógum (æ) — þveginn (wash)
(bls. 45). Vitanlega eru sagnimar mala og þvo notaðar nú, en beyging
þeirra er önnur. Þá virðist óþarft í slikri bók að geta orðmynda eins og
firri, firstur, handari, handastur og heimari, heimastur (bls. 55) og sagn-
anna hlymja, hlym, hlumdi hlumið (bls. 123) og kefja kef, kafði, kafið
(bls. 124).
Það er erfitt fyrir útlendinga að læra nútima-íslenzku án þess að gera
sér nokkra grein fyrir hljóðbreytingum, t. d. helztu hljóðvörpum, klofn-
ingu og hljóðskiptum. Þetta er höfundi ljóst, og er það vel. En mér virð-
ist hann þó gera hljóðbreytingunum of rækileg skil. T. d. rekur hann
breytinguna i>y (singva/syngja) og vi>y (kvirr/kyrr), auk þess r-
hljóðvarp og g-k-hljóðvarp (glas/gler, dagur: degi, taka: tekinn) (bls. 27).
Ýmsar aðrar hljóðbreytingar, sem tæpast gera nemandann færari í nú-
tímamáli, eru raktar á bls. 93—94, t. d. vreka/reka, galandi/landi, fanþ/
fann o. s. frv. Vitanlega er þetta merkur fróðleikur í sjálfu sér, þótt mér
virðist hann ekki eiga heima hér. Svipað er um það að segja, er nokkurt
safn kenninga og heita er rakið á bls. 91—92, t. d. vargfæðandi, öldusólar-
rós, marvallargeimur, járnaþrá, ragnatjald o. s. frv. Þó skal játað, að nauð-
synlegt er að kunna margt heita og vita nokkur skil kenninga, er lesin
eru ljóð skálda frá 19. öld og fyrsta hluta þessarar aldar.
Beygingauillur em allmargar í bókinni, og skulu nú sýnd dæmi þess:
drengur (-s,-ar) (bls. 8), vegur (-s,-ar) (bls. 12) (þessi flt. er að vísu
til, en venjulega fleirtalan er vegir), mínna, ef. flt. í öllum kynjum af
minn (bls. 15), ég hefi (hef), þú hefur, hann hefur (bls. 21). Hér hefði
átt að sýna, að samsvarandi hefi í 1. p. er hefir í 2. og 3. p. eða aðeins
sýna hina venjulegu beygingu nútímamáls (hef, hefur, hefur). Á bls. 21
er frh. þt. af rnunu talinn mundi, mundir o. s. frv., en vth. þt. myndi,