Skírnir - 01.01.1961, Page 271
Skímir
Ritfregnir
269
um skilningi þess orðs, né heldur öll þulan, sem þar kemur á eftir, sbr.
bls. 29—30. Þetta sést greinilega, ef bornar eru saman setningarnar ég
var farinri, þegar Jón kom og ég hefi veriS farinn, þegar Jón kom. Merk-
ingarmunur þessara setninga skýrist ekkert við það, þótt sagt sé, að önnur
sé í þt., en hin í nlt. Annars er þetta of langt mál og flókið til þess að
skýra það í stuttum ritdómi, og skal því staðar numið um það atriði. En
því má bæta við, að höfundur skýrir ekki rétt merkingarmuninn á ég er
farinn og ég hefi farið. Hann segir hið fyrra merkja “just gone”, hið sið-
ara stöku sinnum “just gone”, en venjulega “have been” (bls. 31). Ef
sagt er hann er farinn, er ekkert sagt um það, hvort langt eða skammt er
liðið frá brottförinni. “Just gone” er á íslenzku (ég, hann er) nýfarinn,
en hægt er að segja hann er farinn héðan fyrir mörgum árum. Þetta
sýnir, að það eru atvikslegir liðir (ný-, fyrir mörgum árum), sem tiltaka,
hvenær brottförin átti sér stað, sjálft sagnasambandið segir ekkert til um
það. Hann er farinn táknar brottför án endurkomu, hann hefir farið tákn-
ar hins vegar einstakan liðinn atburð, þ. e. skýrir frá einstakri liðinni för.
Á sama hátt og höfundur beygir vera farinn eftir hefðbundnum tíðum,
gerir hann samböndunum fara að skrifa, vera að skrifa og vera búinn að
skrifa skil. Jafnvel miðað við það kerfi, sem höfundur notar, er undarleg
meðferðin á sambandinu vera búinn að skrifa. Svo segir um fjórar fyrstu
„tiðirnar" (bls. 33):
present ég er búinn að skrifa, I have just written
past ég var búinn að skrifa, I had just written
pres. perf. ég hefi verið að skrifa, I have written
past perf. ég hafði verið að skrifa, I had been writing/had written.
Þessa nýjung í íslenzkri málfræði, að ég hefi verið að skrifa sé nlt. af
ég er búinn að skrifa o. s. frv., kann ég ekki að meta.
Undarleg skekkja er það, að höfundur setur það framan við ópersónu-
legar sagnir, hvort sem það á við eða ekki, t. d. það hungrar, þáð þyrstir,
þáð blöskrar (bls. 49). En rétt er að taka fram, að þetta er aðeins í upp-
talningu, en sagnimar eru siðan notaðar á réttan hátt á eftir.
Taka mætti fleiri dæmi um vafasama setningafræði, en þetta þykir
nægja.
Slafsetningarvillur em margar: gatst (bls. 22), búinn (kvk., bls. 34),
gaktu (bls. 40), stadinn (bls. 44), framanvið (bls. 45), fimtán (bls. 58),
sbr. hins vegar fimmtíu (bls. 59), fimmti, fimmtándi (bls. 60), en fimt
(bls. 61) og fimtungur (bls. 62); tvend (bls. 61), uns (bls. 63, en unz,
bls. 70), ávalt (bls. 65), skifta (bls. 83 og viðar, einnig skifta og skifti í
orðasafni), þurka (bls. 107), skamt (bls. 110), mestann /bls. 112). Einnig
mætti tína til mörg dæmi úr orðasafni, t. d. skemta, skemtilegur, ugði
o. fl. Trúlega stafa sumar villurnar af því, að höfundur hefir notað ís-
lenzkar bækur með eldri stafsetningu, en ekki gætt þess að samræma rit-
hátt. Stafsetningin verður þannig hálfgerður óskapnaður.
Prentvillur eru margar, þótt aðeins fáar verði raktar hér: pappir (bls.