Skírnir - 01.01.1961, Síða 272
270
Ritfregnir
Skírnir
8), till þess (bls. 46), -ir í stað -ri í lýsingu á stigbreytingu lýsingarorða
(bls. 54), sann í stað sannur (bls. 57), veri í stað vera (bls. 71), hinnum
í stað hinum (bls. 72), eiga í stað eigi (bls. 78), sjálfsálit (self-esteem)
hans hafi veriS ýkjiS (bls. 78, ritvilla, málvilla?), han í stað hann (bls.
80), keli í stað kell (bls. 82), siSar í stað siSur (bls. 83), siSur i stað síSur
(bls. 84), Dúnhaga í stað Dunhaga (bls. 99).
Verst villa af þessu tæi er þó á bls. 64, þar sem greinir frá óreglulegri
stigbreytingu atviksorða. Ég þykist sjá, að skekkjan hafi komizt inn í
setningu, en það er engin afsökun. Hana hefði átt að leiðrétta í próförk.
Ég birti hér klausuna mönnum til umhugsunar, hvernig slíkar villur geta
orðið til:
Irregular Comparison of Adverbs.
gjarna/n, willingly
illa, badly
lítt, little
litið, little
mjög, very
snemma, early
vel, well
heldur, rather verst, worst
verr, worse minnst, least
minna, less minst, least
meir, more mest, most
fyrr, before, sooner fyrst, first
betur, better bezt, best
helzt, most of all
Ég geri ráð fyrir, að lesendum minum þyki nú þessi lestur orðinn ærið
langur. En ég vil ekki skilja svo við þessa bók, að menn álíti, að hún sé
einvörðungu samsafn af villum. Hér hefir gerzt sorgleg saga. Bókin hefir
mikla kosti, eins og á var drepið í upphafi, og hún gæti átt miklu hlut-
verki að gegna, og ég vona, að hún eigi eftir að gera það. En til þess
að svo megi verða, ber nauðsyn til að koma upplagi bókarinnar fyrir
kattarnef, leiðrétta hana og gefa hana siðan út á nýjan leik.
Halldór Halldórsson.
íslenzk tunga (Lingua islandica). Reykjavik 1959 (l.árg.) og 1960
(2. árg.). Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Félag ísl. fræða.
Það er mjög gleðilegt og lofsvert, að stofnað hefir verið nýtt tímarit
um íslenzka tungu og almenna málfræði, sem á jafnt erindi til Islend-
inga, er unna slíkum rannsóknum, og erlendra fræðimanna. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs og Félag íslenzkra fræða standa að útgáfunni. f ritnefnd
eru Ámi Böðvarsson, Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson, en rit-
stjóri er Hreinn Benediktsson 1 öðrum löndum, bæði á Norðurlöndum og
i Ameríku, eru mörg tímarit, er fjalla um svipuð efni, og var því eðlilegt,
að fslendingar hófu að gefa út sitt eigið tímarit um þessi fræði. Ritgerð-
irnar í þessum fyrstu árgöngum eru ýmist á íslenzku, og fylgir þá efnis-
útdráttur á ensku, eða á ensku og fylgir þá efnisútdráttur á íslenzku.
Komnir eru út 2 árgangar, 1959 og 1960, og er myndarlega af stað farið.
í fyrra árgangnum ritar Ásgeir Bl. Magnússon um framburðinn rd, gd,
fd i stað rS, gS og fS og sýnir fram á, að þessi einkennilegi framburður
kemur einkum fyrir á Vesturlandi og dreifist þaðan til annarra byggðar-