Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 275
Skímir
Ritfregnir
273
Meinsemdirnar eru því tvenns konar, en þó af sömu rót runnar: annars
vegar trúarskortur á guðlega forsjón, hinum megin ofmat og ofdramb,
eiginelska og blindni. Trúin á skaparann, tryggð og hollusta við þá jörð,
sem hann gaf oss, er að dómi skáldsins eina gæfuleiðin. 1 þeirri tryggð,
drengskap og ábyrgðartilfinningu er Davíð óbrigðull. Hann bvetur til
beilinda, fórnarstarfs og skyldurækni, dáist að þeim dygðum, en um
fram allt að fegurð lífsins. „Og ailt er líf, sem andinn skynjar og augað
lítur,“ segir hann. Hvergi kemur aðdáun skáldsins á heiðarlegri vinnu,
en fyrirlitning á óheiðarleika, sérhlífni og meðalmennsku betur fram en
í kvæðinu Klakastiflur. Fljótið er imynd ljóss og lífs, þeir, sem brjóta
klakastíflumar, birtu- og ylgjafar hinna. En lengsti þáttur kvæðisins er
ódeila á þá, sem „skreyta sig með stolnum fjöðrum, heimta allt af öðrum“:
Þar sem brestur þrek og trú,
þar er andlegt dánarbú.
Þrjóti bæði störf og styrkur,
steypist yfir landið myrkur.
Þar er fólk að frjósa inni,
sem frelsishvötin gerist minni.
Þar sem fólk er hætt að heyja
heilagt stríð, en skóldin þegja,
þar er þjóð að deyja.
Fár eða enginn nútíma Islendingur hefur unnið gegn þeim dauða af
meiri trúmennsku en Davíð Stefánsson. Mikils er um það vert að hafa
ótt hann og eiga enn í fullu andans fjöri.
Holl siðakenning og heilbrigð lifsskoðun eru snömstu þættir kvæðanna,
boðskapur um frið og fómarlund, göfgi og gott hjartalag. Það kemur
víða fram. Sjá t. d. áður nefnt kvæði Gakk heill og LeiksviSiS, eitt bezta
kvæði bókarinnar, að ógleymdum fleiri lofsöngvum um fomar dygðir
og trygga þjónustu, ekki sízt sjómannanna (Gamall sjómaSur, Nafrdaus
skipverji), sem ósjaldan endar með drukknun landsins vöskustu sona og
þjóðarsorg: Skiptapar. Þá sem endranær er samúð skáldsins með þeim,
sem hágt eiga, djúp, einlæg og fölskvalaus.
Ég sagði áðan, að þessi nýja ljóðabók Davíðs minnti á bergvatnsá,
lygna fyrst lengi vel uppi á hásléttu, en síðan með fossum við sjó fram,
og ég vil halda þeirri líkingu áfram. Tærari hefur skáldskapur hans ekki
verið áður. Hins vegar skortir nokkuð á ólgu og eldmóð æskuáranna, eink-
um framan af bókinni. En í stað þess, sem Davíð kann að hafa tapað af
ólgu æskunnar og flugi, hefur hann unnið með aukinni fágun og dýpt.
Það kemur því ljósar fram sem kvæðin eru oftar og vandlegar lesin.
Minnisstæðustu kvæði bókarinnar em undir lokin, t. d. Skógarhind og
Harpan. Betri ljóð en þessi hefur Davíð aldrei gert, hvort sem dæmt er
eftir efni eða búningi, hnitmiðun, mýkt eða hjartahlýju. Með því að hafa
þannig snjöllustu kvæðin undir bókarlok, fæst aukið áhrifamagn, þegar
18