Skírnir - 01.01.1961, Side 278
276
Ritfregnir
Skírnir
sama streng, og hann ósvikinn. Fyrr nefnt Svar er allt í senn: tryggða-
mál um Island og kærleiksóður til hörpunnar, sem skóldið af hógværð
nefnir hljóðpípu, og andsvar til þeirra, er selja vilja allt, sem þeim
mætti vera dýrmætast, fyrir fé. Að loknum kvæðisinngangi kemst skáld-
ið svo að orði:
Mín er mold vorrar foldar,
mál hennar fagurt og saga,
markað í málskviði ljúfum:
móðurjörðin hin góða.
Skar ég í hennar skógi
við skin rísandi sólar
hjarðmannshljóðpípu mína.
Hún á síðan minn trúnað.
Eftir það eru dregnar upp myndir af íslenzkri náttúru, ýmist ljúfar eða
með hörðum svip, lofgerð um Island, þökk til þess. Kvæðið endar á
þessum ljóðlínum:
Hér, á fold minna feðra,
falla vildi ég henni og allur,
deyja inn í fjöll hennar feginn.
— Far þú vestur með gestum.
Nokkur kvæðanna eru ort erlendis eða undir áhrifum frá utanlands-
ferðum: Stalingrad, / Pentlinum, Noregsvísur, Morgunganga i Alma-Ata
og ef til vill fleiri. En Island er alltaf i baksýn, minjar héðan. 1 blíðri
siglingu við Skotland kemur skáldinu í hug óveður á Islandsmiðum,
rifin súð og sigla brotin, týnt „það segl, sem var ofið af óstriki hönd í
afdal við Skjálfandaflóa". 1 Noregi hópast að Guðmundi geymdar minn-
ingar ættar hans frá árdögum. Og é Morgungöngu í Alma-Ata spyr
hann, hvar óttan sé, hin blóklædda ótta Islendingsins.
Ljóð þessi eru engan veginn öll jafngóð. Sum þeirra mættu vera bet-
ur unnin, hnitmiðaðri. Á stöku stað eru hnökrar eða snurður, sem ég kysi,
að þau væru laus við. Svo er t. d. um óður nefnt Bréf. En þá kveður
skáldið, eins og andinn innblæs því, lætur alla fágun og yfirlegu lönd
og leið. önnur eru svo heilsteypt, að í engu virðist áfátt. Svo er t. d.
um TjaldljóÖ, sem er sannkölluð perla, og ýmis fleiri. Bezta kvæðið í
bókinni þykja mér þó Vísur til séra Friðriks — og um leið eitt alfremsta
kvæði Guðmundar. Líklega er höf. á sama máli sjálfur. Að minnsta
kosti hefur hann valið bókinni nafn eftir orðum úr því. Það er kjarni
bókarinnar, heimsskoðun skáldsins, samanþjöppuð í sex vísur, lofgerð til
lífsins og sáttargerð, óháð hverri kreddu, en þó svo rammíslenzk sem
verða má — eins og skáldið sjálft.
Guðmundur Böðvarsson er blessunarlega laus við hverja forskrift og
fyrirsögn. Hann kveður eins og honum býður við að horfa: löng kvæði,
þegar efnið krefst þess, þó að það fari í bága við kennisetningar nútím-