Skírnir - 01.01.1961, Side 282
280
Ritfregnir
Skírnir
Svipaðs gætir í næstu visu á undan, þar sem þýðandinn nefnir „dalabæ“,
en skáldið ekki, enda tæpast um slíka bæi að ræða í Færeyjum. Lesanda
verður spurn, hvort þýðandinn hafi þangað komið. 1 öðru lagi glatast
stigandi frumkvæðisins í þýðingunni með því að sleppa endurtekning-
unum í upphafi þriggja síðustu vísnanna: Mítt faSiland. Loks þykir mér
þýðingin á viðlaginu, GudL signi mitt fsSiland Föroyar, hafa misheppnazt:
Mitt föSurland forsjónin geymi. Mátti hún ekki vera nær frumtextanum?
Þá koma þrjú önnur kvæði þýdd úr færeysku, höfundur J. H. O. Djur-
huus, kliðmjúk og aðlaðandi í þýðingunni.
Næst eru þýðingar úr sænsku, fyrst á rimuðum ljóðum eftir Löwen-
hielm, Pár Lagerkvist, Gabriel Jönsson og Einar Malm. Er gott eitt um
þær að segja. Enn þá betri þykir mér samt þýðingin á Skuggum í ágúst
eftir Johannes Edfelt. Það er órímað Ijóð, og við laust form nýtur Helgi
sín óneitanlega betur en ef það er um of bundið.
Kem ég þá að þeim kafla bókarinnar, sem gladdi mig mest, en það
eru þýðingar ljóða eftir dönsk skáld. Er þar Wessel (sem reyndar var
norskur) fyrstur: KvöldræSa til konu minnar. Nýtur kimni hins löngu
liðna háðfugls sin vel í þýðingunni. Síðan kemur Tom Kristensen, sem
Magnús Ásgeirsson hefur kynnt með þeim ágætum, að eigi veiður fram
úr því farið, og er þó Ungverjaland, nóvember 1956, með sóma túlkað
hjá Helga. Síðast í þessum þætti eru svo birt 19 ljóð eftir Piet Hein, öll
örstutt, en hvert öðru hnyttilegra í þeim búningi, sem Helgi hefur sniðið
þeim. Mér hefur að vísu ekki gefizt kostur á að bera þau öll saman
við frumtextana. En hér er dæmi af þeim samanburði, sem ég hef gert:
Om solskinnet:
Engang var solskinnet simpelthen
solskinnet,
gyldent og dejligt at ha.
Nu er der kommet alverdens
bekymring.
Den skal lisom först trækkes fra.
Har jeg en bön til de magter,
vor jordiske vej, er det den:
som vogter
at gi os det gamle, det gyldne
og gældfri
letsindige solskin igen.
Um sólskiniS:
Eitt sinn var sólskinið einungis
sólskinið,
indælt og gullbjart að sjá.
Nú eru alheimsins áhyggjur
komnar
og eiga að dragast frá.
Fengi ég viðtal hjá veraldar-
stjórninni,
viki ég orðum að því,
að fá okkar skuldlausa, gamla
og gullna
og glaðværa sólskin á ný.
Þýðingar kvæðanna Om at elske (Um að elska) og At intet sker (Að ekk-
ert gerist) eru að vísu ekki eins óaðfinnanlegar frá tæknilegu sjónarmiði,
háttum er m. a. örlítið breytt. En efni og blær varðveitast, og það skiptir
mestu máli hér, með þvi að hrynjandi og hættir eru engin aðalatriði hjá