Skírnir - 01.01.1961, Síða 286
284
Ritfregnir
Skírnir
VI. bindis Þýddra ljóða, ýmis kvæði áður birt í tímaritinu Helgafelli,
kvæðasafnið Meðan sprengjurnar falla, ljóðaflokkinn Rubaiyát eftir Omar
Khayam, Kvæðið um fangann eftir Oscar Wilde og kafla úr Faust, suma
áður birta í Þýddum ljóðum, aðra eftir látna í handriti. Hvoru bindi
fylgja formálsorð útgefanda og skýringar þýðandans við kvæðin. Að bók-
arlokum eru prentuð nokkur minningarorð um mann og skáld, að mestu
samhljóða stuttri grein um Magnús látinn, sem áður birtist í tímaritinu
Helgafelli, eftir Tómas Guðmundsson.
Um ágæti Magnúsar sem skálds og þýðanda skal hér ekki fjölyrt.
Ég nefni skáldið á undan þýðandanum, af því að mér fannst vald hans
á máli, tilfinningadýpt og hugarflug oft meira en túlkunarhæfileikinn.
Hann tók skáldleg tilþrif og skýra drætti alltaf fram yfir nákvæma
túlkun frumkvæðanna. Svo íslenzkur var Magnús í viðhorfi sinu til þýð-
inganna, að hann staðfærði þær oft hérlendis að dæmi Jónasar og Gríms,
og er þar sizt leiðum að líkjast. Annars var Magnús ekki sporgengill
neins, enda hafði hann þau orð um störf sín, að ljóð yrðu aldrei þýdd,
heldur yrði að yrkja þau upp. Og þetta gerði Magnús. Hann var líka
alltaf að betrumbæta kvæðin, jafnvel fram í síðustu próförk. Á annarri
útgáfu þýðinga sinna, þeirra sem honum entist aldur til að sjá um sjálf-
ur, gerði hann og tíðum breytingar, t. d. á Kvæðinu um fangann. Loks
hefur sá, er þetta ritar, séð eintak Magnúsar sjálfs að Þýddum ljóðum,
þar sem hann hefur krotað breytingar á spássíur. Sem dæmi má nefna
breytingu Magnúsar á Gömlu nýárskvæði, sem koma hefði étt á bls. 68,
2.1. a. n.: Hjálpi oss Jesús, líknin þín (í staðinn fyrir: Herra Jesús, likn
oss sýn). Orkar eigi tvímælis, að breytingin er til bóta. Svipað mé segja
um breytingu Magnúsar: Og fáum svo ákúrur fyrir, sem átt hefði að
koma á bls. 89, 7.1. a. n. (í stað: Og ónotin fáum við fyrir). Báðar breyt-
ingamar varða I. bindi. Orðsambandið: því litla stóra, í II. b. á bls. 173,
9.1. a. o., er óskiljanlegt, enda hefur Magnús breytt þvi á spássíu í ein-
taki sínu á þessa leið: þvi litla af stóru, o. s. frv. Allar þessar breytingar
hefðu átt að komast í hina nýju útg.
Hitt er þó lakara, að í Kvæðasafninu virðast fleiri prentvillur en góðu
hófi gegnir. Þessar hef ég séð einna lakastar. I.bindi: á bls. 61, 14. línu
að ofan: undrun fyrir undrum; bls. 81, 16.1. a. o.: eitthvað f. eitthvert;
bls. 119 (Monika), úr 4.1. a. n. hefur fallið niður orð, svo að hendingin
verður óskiljanleg. Svona er hún rétt: Mér er til ama jafnt karl sem kona;
bls. 130, 8.1. a. n.: Máttugri f. Máttugra; bls. 153, 7.1. a. o.: Þengil f.
Þengill; bls. 156, 17.1. a. o.: undin f. urtdrin; bls. 194, 15.1. a. o.: und f. á;
bls. 242, 7.1. a. n.: bjórsölukráni f. bjórsölukránrá; bls. 252, 4.1. a. o.: megn-
ast f. mengast; bls. 254, 8.1. a. n.: frumleg f. frumhelg; bls. 299, 8.1.
a. o.: Ufinn f. Úfin; bls. 307, 13.1. a. n.: beig f. beyg; sömu bls., 6.1. a. n.:
móðurský f. móSuský; bls. 326, 1.1. a. o.: kolatæptur f. kolatæpur; bls.
332, 7.1. a. n.: þyrir f. þyrnir. II. bindi: á bls. 56, 9.1. a. n.: getzt f. gezt;
bls. 57, 2.1. a. n.: kvennsu f. kvensu; bls. 59, 6.1. a. n.: þyngri f. þyngdi;