Skírnir - 01.01.1961, Page 288
286 Ritfregnir Skímir
bæjarlifsins. En sá böggull fylgir oft því skammrifi, að persónurnar verða
hornrekur.
Þessu er öðruvísi farið í skáldsögu Jökuls, Dyr standa opnar. Þótt þar
sé ýmsu misjöfnu lýst og sumu ekki sem kræsilegustu, þá er það fólkið
sjálft og saga þess, sem öllu skiptir. Fæst af þessu fólki er geðfellt í við-
kynningu. Ungi maðurinn, sem sagan fjallar um, er svipdaufur og fram-
takslítill og er ekki einu sinni nafngreindur í sögunni. Aðrar persónur
sögunnar eru einkum ýmiss konar utanveltukindur í þjóðfélaginu. Um
þetta kynlega fólk og lífshætti þess er ritað með samúð og skilningi, en
ekki á það litið með dómgjörnum vandlætaraaugum. Jökull er mann-
þekkjari í bezta lagi, og ég hygg, að sálræn viðbrögð sögupersónanna séu
viðast hvar rökrétt og eðlileg.
Söguefnið er annars tilkomulítið og á því tekið hálfgerðum vettlinga-
tökum, einkum framan af sögunni. En er á líður sækir Jökull í sig veðr-
ið og tekst að vekja eftirvæntingu. Að frásagnarhætti er bókin hófsamleg
og laus við innantómt orðagjálfur. Margt er um snjallar athuganir og
kringilegar hugdettur. Stíllinn er áferðarjafn og ber vitni um góða rit-
þjálfun. Jökull fylgir þeirri rittízku að draga saman smáorð. En sums
staðar gengur þetta allt of langt. Orðið „aðminnstakosti" lítur að minnsta
kosti ekki íslenzkulega út, og ekki finnst mér heldur „alltílagi" fara vel
á bók.
En þó að bók þessi sé dálítið laus í reipunum og gölluð um margt,
vekur hún samt þægilega kennd. Jökull nær betri tökum á hinu einstaka
en heildinni —- enn sem komið er. Hann er í sýnilegri framför sem rit-
höfundur, einn þeira, sem réttmætt er að binda framtíðarvonir við.
Gunnar Sveinsson.
Halldór Stefánsson: Sagan af manninum sem steig ofan á hönd-
ina á sér. Heimskringla, Reykjavík 1960.
Heiti þessarar bókar spáir ekki góðu. Það er fáránleg hugmynd, að
unnt sé að verða handlama af því að stíga ofan á hönd sér. En þannig
hefst þessi raunasaga ungs manns í litlu sjávarþorpi. Þetta er gufumenni
þeirrar tegundar, sem nú á dögum er mjög í tízku að skrifa um bækur.
Slíkir menn eru ekki gerendur í lifinu, heldur miklu fremur þolendur,
sem notaðir eru sem tilraunadýr til að láta hnjaskið bitna á, þegar sýna
þarf þjóðfélagsmeinin. Ekki bætir það úr skák fyrir þiltinum, að hann
fer að eiga vingott við roskna ekkju. Bæði vegna þessa og slyssins er hann
óspart hæddur af þorpsbúum og gerist bitur í skapi. Þegar ekkjan á svo
von á bami, hrökklast hann til Reykjavíkur og kemst þar í kast við alls
konar misyndislýð, en tekst þó að koma sér þar sæmilega fyrir. Bókinni
lýkur með heimsókn hans í þorpið og kveðjustund með dóttur bamsmóð-
ur sinnar, stúlku á fermingaraldri, en hann hefur lagt hug á hana allt
frá því, er hann komst í dáleika við móður hennar.
Efnisval Halldórs er þannig furðulega laust við að vera forvitnilegt