Skírnir - 01.01.1961, Side 289
Skírnir
Ritfregnir
287
og bygging sögunnar óhönduleg úr hófi fram. Piltgufan er enginn maður
til þess að bera uppi söguna, hún þarfnast sterkari stoða. Atburðarásin
nægir ekki heldur til úrbóta og því síður aukapersónurnar. Þótt margar
hverjar séu skýrt dregnar, eru þær fulleinhliða tegundareinstaklingar.
Auk þess er frásögnin ekki laus við hlutdrægni. Skoðanir Halldórs á
mönnum og málefnum skína víða í gegn, hann ofskýrir og bætir við at-
hugasemdum frá eigin brjósti. Allt er þetta hvimleitt mjög.
Þá vil ég benda á atriði, sem kann að þykja lítilfjörlegt. Það er íslenzk
málvenja, að fólk segi það, sem það lætur út úr sér. En hér hlæja menn
setningarnar, veina þær, jafnvel heilsa þær (eða þeim?). Slíkt þykir fara
vel á erlendum tungum, en á islenzku verður það andkannalegt.
Bók þessi er skrifuð í fremur fráhrindandi og nöldurskenndum tón og
er því næsta lítið lestraryndi. Það er í rauninni þakkarvert, að lengd
hennar skuli stillt í hóf.
Gurmar Sveinsson.
Knnt Hamsun: GróSur jarSar. Almenna bókafélagið. Bók mánaðar-
ins. September 1960. Helgi Hjörvar íslenzkaði.
Þvi ber sannarlega að fagna, að Gróður jarðar (Markens grode) skuli
nú loks vera komin út í íslenzkum búningi. Þetta er það af verkum Ham-
suns, sem hefur borið hróður hans víðast og entist honum til Nóbels-
verðlauna. Bókin er dýrðaróður til frumbyggjans, sem brýtur land og
ræktar og vinnur með gróðuröflum tilverunnar. Hún er saga dugnaðar-
jálksins, sem styrktist við hverja raun og sér ávöxt verka sinna í stöðugt
rikara mæli. Af hverri blaðsíðu leiftrar frásagnarsnilldin, djúpstæður
skilningur á mannlegu eðli og síkvikt og leikandi hugmyndaflug.
Þýðing Helga Hjörvars er prýðisvel gerð. Málið er traust og kjarnyrt,
trúlega lítið eitt bókmálskenndara en hjá Hamsun, en allt um það lipurt
og feUur vel að efninu. Helgi notar sums staðar tökuorð úr Norðurlanda-
málunum, sennilega til að ná sem trúustum málblæ norskunnar. Sum
þessara orða hafa unnið sér hefð í talmáli, en önnur heyrast nú sjaldan
eða aldrei. Notkun slikra orða er að jafnaði óþörf.
Það gæti verið fróðlegt að bera þessa þýðingu Helga saman við hinar
snilldarlegu þýðingar Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi á öðrum bókum
Hamsuns. 1 fljótu bragði virðist mér Jón hafa náð betur hinum loftvaka-
kennda stil meistarans. Þýðingar hans hafa til að bera þjálli fágun.
Jafnframt ánægjunni yfir þessari þýðingu á Gróðri jarðar skýtur einn-
ig upp tilhugsuninni um það, hve æskilegt væri að fá íslenzkuð fleiri af
meiri háttar skáldverkum þeirrar þjóðar, sem við rekjum upphaf okkar
til. Af nógu er þar að taka.
Gunnar Sveinsson.