Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 13

Skírnir - 01.01.1967, Page 13
Skírnir H. C. Andersen og Charles Dickens 11 og „O.T.“, einnig út á ensku. Fyrstu ensku þýðingarnar úr „Eventyr og Historier“ eftir H. C. Andersen byrjuðu að koma út 1846, og fyrir árslok 1847 voru komin út til samans tíu mismunandi úrvöl. Á árunum 1846 og 1847 kom auk þess út ferðabókin „En Digters Bazar“ og ensk þýðing á „Das Mar- chen meines Leben.s“ undir titlinum „The True Story of My Life“. Öll áhrifamestu tímarit Englands birtu langa og mjög lofsamlega ritdóma um bækur H. C. Andersens, og margt er til vitnis um þá miklu eftirtekt, sem hann vakti í enskum bókmenntaheimi um þetta leyti. Robert Browning og Eliza- beth Barrett Browning ræddu verk hans í ástarbréfum sínum, og Thackeray skrifaði vini sínum á þessa lcið: „Og Hans Christian Andersen, hefurðu lesið hann? Ég er yfir mig hrif- inn af honum, enda er cg nýbúinn að uppgötva þennan ynd- islega hugmyndasmið.“ F.innig Dickens þekkti H. C. Andersen og verk hans, áður en fundum þeírra bar saman árið 1847. Áður en þeir hittust, hafði Dickens að minnsta kosti lesið skáldsöguna „Improvisa- toren“, ferðabókina „En Digters Bazar“ og sum ævintýrin. „Faðir minn mat ritverk hans mjög mikils,“ skrifaði sonur Charles Dickens, Sir Henry Dickens, i minningum sínum. Og þegar William Jerdan var búinn að telja Andersen á að koma til Englands sumarið 1847, skrifaði hann honum langt bréf, þar sem hann segir svo: „Það eru aðeins tíu dagar síð- an ég komst til að segja vini minum Dickens, hve fallega þér töluðuð um hann, og hann gekkst mjög upp við þessi góðu orð yðar. Hann er nú farinn að búa í London, og enginn mun fagna yður innilegar en hann.“ Þessa gagnkvæmu aðdáun, sem H. C. Andersen og Charles Dickens höfðu hvor á öðrum fyrirfram, verður að skoða sem baksvið þess, sem ég hef að segja um vináttu þeirra og hvern- ig hún kulnaði út. * í lok júnímánaðar 1847 kom H. C. Andersen í fyrsta skipti til Englands. Áður hafði hann skrifað vinum sínum og skýrt þeim frá, að hámark Englandsdvalar sinnar yrði að hitta Charles Dickens. Þegar hann var kominn til London, varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.