Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 13
Skírnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
11
og „O.T.“, einnig út á ensku. Fyrstu ensku þýðingarnar úr
„Eventyr og Historier“ eftir H. C. Andersen byrjuðu að koma
út 1846, og fyrir árslok 1847 voru komin út til samans tíu
mismunandi úrvöl. Á árunum 1846 og 1847 kom auk þess út
ferðabókin „En Digters Bazar“ og ensk þýðing á „Das Mar-
chen meines Leben.s“ undir titlinum „The True Story of My
Life“. Öll áhrifamestu tímarit Englands birtu langa og mjög
lofsamlega ritdóma um bækur H. C. Andersens, og margt er
til vitnis um þá miklu eftirtekt, sem hann vakti í enskum
bókmenntaheimi um þetta leyti. Robert Browning og Eliza-
beth Barrett Browning ræddu verk hans í ástarbréfum sínum,
og Thackeray skrifaði vini sínum á þessa lcið: „Og Hans
Christian Andersen, hefurðu lesið hann? Ég er yfir mig hrif-
inn af honum, enda er cg nýbúinn að uppgötva þennan ynd-
islega hugmyndasmið.“
F.innig Dickens þekkti H. C. Andersen og verk hans, áður
en fundum þeírra bar saman árið 1847. Áður en þeir hittust,
hafði Dickens að minnsta kosti lesið skáldsöguna „Improvisa-
toren“, ferðabókina „En Digters Bazar“ og sum ævintýrin.
„Faðir minn mat ritverk hans mjög mikils,“ skrifaði sonur
Charles Dickens, Sir Henry Dickens, i minningum sínum.
Og þegar William Jerdan var búinn að telja Andersen á að
koma til Englands sumarið 1847, skrifaði hann honum langt
bréf, þar sem hann segir svo: „Það eru aðeins tíu dagar síð-
an ég komst til að segja vini minum Dickens, hve fallega þér
töluðuð um hann, og hann gekkst mjög upp við þessi góðu
orð yðar. Hann er nú farinn að búa í London, og enginn
mun fagna yður innilegar en hann.“
Þessa gagnkvæmu aðdáun, sem H. C. Andersen og Charles
Dickens höfðu hvor á öðrum fyrirfram, verður að skoða sem
baksvið þess, sem ég hef að segja um vináttu þeirra og hvern-
ig hún kulnaði út.
*
í lok júnímánaðar 1847 kom H. C. Andersen í fyrsta skipti
til Englands. Áður hafði hann skrifað vinum sínum og skýrt
þeim frá, að hámark Englandsdvalar sinnar yrði að hitta
Charles Dickens. Þegar hann var kominn til London, varð