Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 53

Skírnir - 01.01.1967, Page 53
Skímir Islenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans 51 er fjallað um eiginnöfn. Eru þar miklu fyllri og greinilegri ákvæði en í lögunum frá 1925. Eitt atriði virðist þar þó hafa orðið nokkurt deiluefni meðal nefndarmanna. 1 2. gr. segir: „Eiginnafn skal vera íslenzkt og rétt að lögum íslenzkrar tungu.“ Einn nefndarmanna, Þorsteinn Þorsteinsson, taldi hér of langt gengið, þótt hann að vísu teldi það rétta stefnu, að eiginnöfn væru þannig löguð, að þau færu sem bezt í málinu. Taldi nefndarmaður þó, að hér væri gengið of nærri frelsi manna til þess að velja börnum sínum nöfn. Vildi hann, að setningin yrði þannig orðuð: „Miða skal að því, að eiginnöfn séu með íslenzkum svip og særi ekki málsmekk almennings.“ Satt að segja er hér ekki mikill munur á. Báðar setningarnar eru óljósar. Hvað merkir það, að nafn sé íslenzkt? Ég hygg, að erfitt sé úr því að skera í sumum tilvikum nema með nán- ari skilgreiningu. Þegar á landnámsöld voru notuð hér nöfn, sem ekki voru af norrænum eða jafnvel ekki af germönskum rótum runnin. Ætti þessi grein að skjóta loku fyrir, að erlend nöfn, hversu lengi sem þau hafa tíðkazt í málinu, yrðu not- uð? Ef ekki, hvar á að setja mörkin. 1 annan stað, hvað eru „lög islenzkrar tungu“. I málvísindum er stundum notað orð- ið „lög“, þó oftar „lögmál“, og er þá átt við fastskorðaða reglu, sem þróun málsins hefir fylgt. Um „lög“ eða „lögmál“ nú- tímamáls er ekki talað. Þá er notað orðið ,kerfi“, t. d. hljóð- kerfi, heygingakerfi o. s. frv. Og sennilega er það þetta, sem við er átt í greininni, þ. e. að ekki megi nota nöfn, sem cru i ósamræmi við íslenzkt málkerfi, þ. e. hafi að geyma hljóð eða hljóðasambönd, sem ekki séu til í málinu, taki ckki ís- lenzkum beygingum eða séu annarleg að myndunarhætti miðað við íslenzk nöfn. Ekki er orðalagið „málsmekkur al- mennings“ skýrara. Hver er kominn til að segja, hvað særir hann og hvað ekki? Eða er nokkuð til, sem kalla mætti „mál- smekk almennings“, annað en það, sem er í samræmi við það málkerfi, sem almenningur er alinn upp við. Ég hygg því, að hér hafi ekki verið um raunverulegan skoðanamun að ræða. Hins vegar virðist mér hvorugur nefndarhlutinn hafa orðað skýrlega það ákvæði, sem hann vildi um þetta hafa. Hitt er svo annað mál, sem hér skal ekki rætt, hvort rétt er að hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.